Fara í efni

Lambakjöt

Fáðu vöruna beint frá býli nálægt þér

Sauðfjárbúskapur hefur verið stundaður á Íslandi frá landnámi og lambakjötið á sér sterkar rætur í sögu og menningu þjóðarinnar. Margir þættir hafa áhrif á bragð og gæði lambakjöts, svo sem kyn lambsins, aldur, fæðan sem það hefur fengið, slátrunin sjálf og meðferð eftir slátrun.  Þau fara mjög fljótt að bíta gras, en ganga þó oftast enn undir mæðrum sínum fram á haust. Íslensk lömb eru yfirleitt 4-5 mánaða við slátrun. Þau hafa í flestum tilvikum gengið á heiðum, fjöllum eða í úthögum og etið villijurtir og það kemur fram í bragðinu; sumir segja að íslenska lambakjötið ,,kryddi sig sjálft”. Það er auk þess ríkt af járni og omega-3 fitusýrum.

Uppskriftir og frekari fróðleik má nálgast á www.lambakjot.is

Vinsamlega athugið að mest framboð er af kjöti á haustin.

 

Finndu söluaðila