Ásgarður

Ásgarður

Frá Ásgarði
371 Búðardalur

Ásgarður er staðsettur í botni Hvammsfjarðar í Dalabyggð. Þar búa Eyjólfur Ingvi Bjarnason og Guðbjört Lóa Þorgrímsdóttir með dætrum sínum þrem. Ábúendur stunda fjölbreyttan landbúnað, sauðfjárbúskap með um 400 veturfóðraðar ær, útiræktun á grænmeti og skógrækt.

Afurðir eru því fjölbreyttar og árstíðarbundnar. Hægt er að versla vörurnar okkar hjá Rjómabúinu Erpsstöðum, panta í gegnum tölvupóst eða facebook síðuna okkar. Jafnframt stendur til að koma upp skýli við afleggjaranna á bænum okkar þar sem hægt verður að versla vörurnar okkar í sjálfsafgreiðslu.

Vörur í boði

Lambakjöt
Lambakjöt
Lambaskrokkar, hakk, gúllas, vöðvar, grillkjöt, snakkpylsur, bjúgu
Grænmeti
Grænmeti
Blómkál, hvítkál, spergilkál, rófur, grænkál