Við leggjum áherslu á kofareykta hangikjötið og framleiðum það samkvæmt gömlum hefðum. Þar viljum við helst nefna: Hangilæri til suðu "jólahangikjötið" og reykt og hangið kjöt - borið fram hrátt
Á haustin bjóðum við upp á ferskt og frosið lambakjöt, niðursagað og pakkað að óskum neytenda.
Unnin kjötvara, hakk og sperðlar er einnig á boðstólnum sem og reyktur silungur.
Nánari upplýsingar um vöru, verð og þjónustu er á heimasíðu okkar http://www.hangikjot.is/