Brjánslækur

451 Patreksfjörður
Brjánslækur

Brjánslækur

451 Patreksfjörður

Brjánslækur

451 Patreksfjörður

Brjánslækur er staðsettur í minni Vatnsfjarðar sem er friðland og náttúruperla, árið 1974 var haldin þjóðhátíð Vestfirðingafjórðungs í Vatnsdal og sóttu um 10-13 þúsund manns þá hátíð sem flest allir gistu í tjöldum.
Brjánslækjarbúið framleiðir vörur sínar úr ærkjöti, sauðakjöti og lambakjöti, af eigin búi, sem er fjölskyldurekið sauðfjárbú á sunnanverðum Vestfjörðum. Fjölbreyttur fjallagróður sem skepnurnar éta, eykur bragðgæði kjötsins. Hangikjötið er af veturgömlum sauðum eða ungum ám og er bragðmeira en lambakjöt. Hakk úr ærkjöti er úrvals í matreiðslu, m.a. bollur, hamborgara og pottrétti. Það er einnig notað í kjötfarsið okkar og hin rómuðu bjúgu, sem meira segja hörðustu bjúgnaandstæðingar mæla með.

Reykt er m.a. við birkihrís og tað og hefur gefist vel, eldstæði er inni í kofanum og kallast því heitreikt.

Lambakjötið þarf vart að kynna, sjálfkryddað frá náttúrunnar hendi. Ær fillet er m.a. grafið (þurrkryddað) og hentar vel til að sneiða í þunnar sneiðar t.d. í forrétti. Nýjasta matarhandverkið okkar er svo Ær-jerky, kryddlegið og þurrkað ærkjöt. Alveg frábært til að taka með í bakpokann í gönguferðum, nú eða með ölglasi eftir gönguferðina!

Kjötvinnslan var búin að vera draumur í nokkurn tíma. Vorum búin að skoða, spá og spökulera en svo varð þetta að veruleika haustið 2017. Vöruþróun er á byrjunarstigi, en alltaf er verið að prófa eitthvað og verður svo áfram.

Á Brjánslæk er einnig ferðaþjónusta yfir sumartímann. Gisting er í gamla prestbústaðnum á staðnum, en Brjánslækur er kirkjujörð. Í sama húsi er einnig upplýsingasýning á vegum Umhverfisstofnunar um Surtarbrandsgil, en þar finnast margra milljón ára gamlir plöntusteingervingar. Einnig erum við með lítið kaffihús á sama stað, þar sem má gæða sér á gamaldags bakkelsi sem hæfir húsinu og fræðast um Hrafna-Flóka, sem var jú maðurinn sem nefndi landið og gerði okkur þar með að Íslendingum.

Æðardúnstekja er í Engey, sem er rétt undan landi hjá okkur.

Við erum með heimasíðu sem er : brjanslaekur.is, þar má finna nánari upplýsingar, eða í síma 8243108 Jóhann og 8607333 Halldóra, netfang: brl2@simnet.

Vörur í boði

Lambakjöt

Lambakjöt

Lambakjöt, heilir skrokkar, sagað að óskum, grafið ærfille, ær-jerky, bjúgu, kjötfars, hangikjöt, venjulegt og tvíreykt, af veturgömlu og ungum ám,

Gisting

Gisting

Gisting frá 15. júní til 25. ágúst

Pantanir

í gegnum heimsíðu brjanslaekur.is, með tölvupósti: [email protected] eða í síma 8607333 (Halldóra) og 8243108 (Jóhann)

Opnunartími

hafa samband