
Bjarteyjarsandur er fjölskyldubú, þar sem stunduð er sauðfjárrækt, ferðaþjónusta og fátt eitt annað.
Ferðaþjónustan er grundvölluð á matvælaframleiðslunni og gestir geta pantað heimsókn í fjárhús/útihús.
Gönguferðir um nærumhverfið, svo sem eins og í fjöruna eru alltaf vinsælar en einnig er í boði leiðsögn um önnur svæði í Hvalfirði.
Móttaka skólahópa er fastur liður í starfseminni.
Hægt er að gista á Bjarteyjarsandi, hvort heldur sem það er í tjaldi, í sumarhúsi eða heima á bæ.
Í gamalli hlöðu er móttaka og þar hefur heimilisfólk til sýnis og sölu ýmsa handgerða muni, aðallega úr ull.
Á sumrin er rekið sveitakaffihús í gömlu Hlöðunni.