
Á Grímsstöðum í Reykholtsdal er rekið fjár og hrossabú. Við rekum fyrirtækið Grímsstaðaket þar sem framleiðslan okkar fer fram. Grímsstaðaket er sláturhús, kjötvinnsla og löggilt eldhús. Sauðféð okkar gengur í heimahaga vor og haust og í sumarhaga á Arnavatnsheiði. Við gefum okkar sauðfé ekki kál. Lamba og ærkjötið okkar er fullmeyrnað við frystingu. Við erum afar stolt af því að geta boðið upp á lambakjöt sem við ölum, slátrum, vinnum og afhendum þér sjálf milliliðalaust.
Hrossin okkar ganga í heimahaga allt árið. En þar sem reglugerð um örsláturhús er eingöngu fyrir sauðfé og geitur þá sendum við hross og folöld annað í slátrun, en tökum kjötið heim og vinnum það í kjötvinnslunni okkar og afhendum sjálf.