Gautavík

Geislar Gautavík - 766 Djúpivogur
Gautavík

Gautavík

Geislar Gautavík - 766 Djúpivogur

Gautavík

Geislar Gautavík - 766 Djúpivogur

Hjá Geislum í Gautavík eru hannaðar og framleiddar gjafavörur, minjagripir og módel leikföng, en einnig boðið upp á geislaskurð og ráðgjöf á sviði hönnunar, matvæla og landbúnaðar.

Á býlinu er rekin verslun þar sem hönnunarvörur Geisla eru til sölu sem og aðrar vörur sem framleiddar eru á bænum, þ.m.t. hampte, hampblóm og hampsmyrsl.

Vörurnar eru einnig seldar í verslunum hringinn í kringum landið. Sjá söluaðilar á geislar.is.

Núverandi ábúendur, hjón með þrjú börn, fjárfestu í jörðinni og fluttu þangað af höfuðborgarsvæðinu sumarið 2018, en þá hafði ekki verið stundaður búskapur eða annar rekstur þar í um áratug. Geislar var stofnaði árið 2012 og var staðsett í Bolholti í Reykjavík fram að þeim tíma.

Á bænum er sauðfé, hestar, landnámshænur, endur, silungar, hundar og kettir og þar er einnig stunduð tilraunaræktun á iðnaðarhampi og framleiðsla á vörum úr honum, ásamt matjurtaræktun og er ræktunin bæði innan- og utandyra.

Nánar á: geislar.is

Vörur í boði

Lambakjöt

Lambakjöt

Lambaskrokkar í sláturtíð

Fuglaafurðir

Fuglaafurðir

Landnámshænuegg

Handverk

Handverk

Gjafavörur og módel leikföng

Jurtir

Jurtir

Hampvörur

Gautavík

Pantanir

Í gegnum vefverslunina, með tölvupósti eða hringja í síma 869-7411 (Oddný) / 777-6190 (Pálmi)

Opnunartími

Vinsamlega hringið á undan ykkur.