Handverk
Fáðu vöruna beint frá býli nálægt þér
Eins og alls staðar í heiminum verða miklar breytingar á
Íslandi um þessar mundir. Í því sambandi breytist einnig skilningur og skilgreining á list og aðlagast nýjum
þjóðfélagsháttum, nýrri tækni og hugmyndafræði. Þegar öllu er á botnin hvolft er listin spegill samfélagsins og birtir
okkur þjóðfélagsþróun, varpar fram spurningum og er vettvangur gagnrýni og umræðu. Sýndu mér verk listamanna þinna og
ég segi þér í hverskonar landi þú býrð, mætti segja með hóflegum útúrsnúningi á góðu
orðtæki. Það sýnir okkur líka hve listin hefur mikil áhrif. Hún skerpir sýn okkar á táknmyndir veruleikans.
Í alþjóðlegu samhengi er víðfeðmt svið viðfangsefna og margvíslegt samstarf einkennandi fyrir íslenska list. Hér er sterk tilhneiging til þverfaglegrar nálgunar, þar sem tónlistarmaður er á sama tíma ljósmyndari, höfundur einnig myndlistarmaður, kvikmyndgerðarfólk tónlistarfólk, vídeólistamaður ljóðahöfundur – það mætti nánast skilgreina listhugtakið upp á nýtt: List án takmarkana sem virðir skilgreind listsvið að vettugi og nýtir sér algild tjáningarform til að lýsa lífssýn og gildum.