Sólheimar

Sólheimar

Sólheimar
801 Selfoss

Sólheimar eru sjálfbært samfélag þar sem rúmlega 100 einstaklingar búa og starfa saman. Sólheimar eru stofnaðir árið 1930 af Sesselju Hreindísi Sigmundsdóttur (1902 - 1974).

Í byggðahverfi Sólheima er lögð áherslu á ræktun manns og náttúru. Þar er rekin öflug félagsþjónusta þar sem einstaklingum með fjölbreyttan bakgrunn er veitt tækifæri til atvinnu og starfsþjálfunar, búsetu, félags- og menningarstarfs.

Ýmiskonar starfsemi fer fram á Sólheimum svo sem rekstur skógræktar- og garðyrkjustöðvar sem báðar stunda lífræna ræktun. Fjöldi listvinnustofa er á Sólheimum svo sem kertagerð, listasmiðja, keramik, vefstofa, jurtastofa og smíðastofa. Á staðnum er rekið lífrænt kaffihús,gistiheimili og bakarí. Allar okkar framleiðsluvörur má nálgast í Versluninni Völu.

Í byggðahverfinu er kirkja, höggmyndagarður, trjásafn, listsýningarsalur, umhverfissetrið Sesseljuhúsi auk íþróttaleikhúss.

Nánari upplýsingar á http://solheimar.is/

Vörur í boði

Handverk
Handverk
Leðurvörur. Handverksmunir.
Brauð
Brauð
Brauð
Pantanir
s. 422-6000 [email protected]