Erpsstaðir

Rjómabúið Erpsstaðir - 371 Búðardalur
Erpsstaðir

Erpsstaðir

Rjómabúið Erpsstaðir - 371 Búðardalur

Erpsstaðir

Rjómabúið Erpsstaðir - 371 Búðardalur

Á Erpsstöðum er rekið kúabú. Þar er einnig lítil mjólkurvinnsla, Rjómabúið Erpsstaðir, þar sem framleiddar eru ýmsar mjólkurvörur og aðrar vörur úr íslensku hráefni, svo sem sultur og síróp.

Helga og Þorgrímur, sem eiga og reka Erpsstaði, taka einnig á móti hópum, segja frá starfseminni og bjóða gestum uppá smakk af hinum ýmsu framleiðsluvörum Rjómabúsins.

Á sumrin er opin verslun og ísbúð. þar er einnig búið að koma upp ágætis afþreyingu fyrir gesti meðan stoppað er og sveitasælunar notið. Hægt er að klappa dýrum, skoða fjósið og nær umhverfi. Fara í stuttar gönguverðir og hoppa á ærslabelg, svo fátt eitt sé nefnt.

Á öðrum árstímum er velkomið að hafa samband og panta heimsókn í búðina eða panta vörur og við sendum. Þá er einnig hægt að panta heimsóknir með leiðsögn allt árið, hvort heldur sem er fyrir stærri hópa, vina hópa, fjölskyldur eða einstaklinga og við gerum eitthvað gaman úr því.

Verið velkomin.

Helga og Þorgrímur

Vörur í boði

Mjólkurvörur

Mjólkurvörur

Ostar, skyr, ís og fleira. Framleiðum úrval af ostum, hörðum ostum, baruðostum, mygluostum og ferksum ostum. Þá er sveitaskyrið okkar óhrært og engu viðbætt. Skyrkonfektið er einstök sælkeravara og falleg tækifærisgjöf í matarboðið. Sultur og sýróp úr rabbarbara, Fíflum og berjum ( aðalbláberjum, Krækiberjum og Rifsberjum). Íslandus berja og mysudrykkurinn, úr berjasaft, fjallagrösum, fjörugrösum og fl. Skyrmysa bæði til drykkjar, blöndunar í drykki eða til súrsunar á mat. Að endingu úrval rjómaísa og sorbeta, bæði úr íslenskum hráefnum, sem og þessum sígildu bragðtegundum. En það eitt er víst að úrvalið hefur aldrei verið miera og er alltaf að þróast og hver veit nema þín hugmynd af gæðavöru, skili sér í vöruúrvalið okkar. Útbúum gjafakörfur með góðgæti úr héraði og þá má ekki gleyma hinum persónulegu ístertum, með þeirri bragðtegund sem þér hugnast best! Skreytt að þinni ósk.

Gisting

Gisting

Bjóðum uppá gistingu í gamla bæ. Lítið þriggja herbergja hús á einni hæð. Stendur hátt og er víðsýnt. Stór og rúmbóð verönd, með heitum potti og útiaðstöðu. Gönguleiðir uppá Sauðafellið. Svefnpláss fyrir 6 í rúmum og svo svefnsófi í stofu.

Pantanir

s. 868 0357 Þorgrímur / 8430357 Helga [email protected]

Opnunartími

15. maí -14. júni kl 13-17 15. júní til 14. ágúst kl 11-18 15. ágúst - 14. sept kl 13-17. Þess utan opnum við eftri samkomulagi og hægt er að panta vörur og heimsóknir á netfangið [email protected]