Fara í efni

Fuglaafurðir

Fáðu vöruna beint frá býli nálægt þér

Vafalaust hefur mannkynið frá árdögum tínt egg villtra fugla sér til matar en allt frá því að hænur voru fyrst tamdar á Indlandi fyrir þúsundum ára hafa hænuegg verið langalgengustu eggin og raunar má segja að hænur séu einu fuglarnir sem aðallega hafa verið ræktaðir vegna eggjanna. Þegar talað er um „egg“ er nær alltaf átt við hænuegg. Nú er talið að ársneysla þeirra sé tæplega 400 milljarðar eggja.
Egg geta annars geymst alllengi, a.m.k. 3-4 vikur í kæli, en eru best þegar þau eru tiltölulega fersk, og egg sem orðin eru hálfs mánaðar gömul eða eldri ætti helst aðeins að nota í bakstur, sósur og annað slíkt. Víða erlendis er skylt að merkja eggjabakka með pökkunardegi eða á annan hátt og þegar talað er um Class A-egg í enskum uppskriftum er átt við egg sem eru yngri en átta daga.

   Notagildi eggja er mjög fjölbreytt. Þau má borða ein, harðsoðin, linsoðin, steikt, hleypt eða hrærð, eða hafa sem aðaluppistöðu í réttum, svo sem eggjaköku og soufflé, nota í alls konar brauð og kökur, súpur og sósur, pasta og búðinga, fars og hjúpa og ótalmargt annað. Egg eru líka súrsuð eða geymd í saltlegi eða hlaupi. Kínverjar kæsa egg, einkum andaregg, í blöndu af leir eða kalki, telaufum, saltpétri, kryddi og fleiru og kalla þau hundrað ára egg eða þúsund ára egg en í rauninni eru þau aðeins geymd í nokkra mánuði. Mývetningar kæsa líka andaregg, helst dálítið stropuð, og geyma mánuðum saman í ösku, en við þá geymslu breytast þau ákaflega mikið.

Æðarfuglinn er staðfugl hér við land, sækir æti sitt úr sjó og getur kafað eftir því niður á um 20 metra dýpi. Hann verpir í eyjum, hólmum og meðfram ströndinni um allt land, þó minnst meðfram suðurströndinni. Fuglinn fer að verpa 3 – 5 ára og verður líklega að jafnaði 15 – 20 ára gamall. Hann nýtir sér fjölþætt æti úr sjónum og getur kafað niður á 20 – 30 m dýpi. Hann verpir í maí og júní 4 – 6 eggjum í hreiðurkörfu og leggur til dún í kring um þau til einangrunar. Æðardúnninn er einstakt efni til einangrunar og er mikið notaður í sængur og föt. Æðarfuglinn tekur vernd og öllum aðgerðum mannsins til að hlú að honum afar vel. Þetta hafa íslenskir bændur hagnýtt sér og skapað friðlönd fyrir fuglinn og sinna þar um hann þannig að einstakt er í heiminum þegar villt dýrategund á í hlut. Unginn er hins vegar háður grunnsævi við ströndina fyrstu vikur eftir að hann kemur á sjó. Því má segja að verulegur hluti grunnsævis í kring um landið sé eitt samfellt fæðusvæði æðarfugls, þótt tíma- og árstíðabundið geti hann safnast í gríðarstóra hópa og ferðast langar leiðir, til dæmis á eftir loðnu. Þó að fæðuval æðarfugls sé nokkuð fjölbreytt er það löngu þekkt að æðarfugl sækir mjög í krækling og hafa athuganir sýnt að kræklingur getur tíma- eða staðbundið verið allstór hluti í daglegri fæðuöflun hans. Æðarfugl hefur verið alfriðaður á Íslandi í 150 ár. Friðunin er undirstaða þess æðarbúskapar sem við þekkjum nú, en íslensk æðarrækt er um margt einstök í heiminum. Hér á landi eru nú rúmlega fjögur hundruð jarðir með eitthvert æðarvarp og dreifist það um allt land þótt minnst sé það við Suðurland. Æðardúnninn er einstakt efni til einangrunar og er mikið notaður í sængur og föt. Æðarfuglinn tekur vernd og öllum aðgerðum mannsins til að hlú að honum afar vel. Þetta hafa íslenskir bændur hagnýtt sér og skapað friðlönd fyrir fuglinn og sinna þar um hann þannig að einstakt er í heiminum þegar villt dýrategund á í hlut Áætla má að tekjur af æðarrækt séu allt að 200 milljónir kr. á ári þegar vel gengur og til hennar þarf fyrst og fremst að kosta vinnu. Tekjurnar skipta því hinar dreifðu byggðir mjög miklu máli. Auk friðunar æðarfugls eiga æðarbændur þess kost að friðlýsa varpið hver á sinni jörð. Friðlýsingin gildir frá 15. apríl til 14. júlí ár hvert og felur í sér að öll skot eru bönnuð nær friðlýstu æðarvarpi en tvo km nema brýna nauðsyn beri til. Á sama tíma má eigi án leyfis varpeiganda leggja net í sjó nær friðlýstu æðarvarpi en 250 m frá stórstraumsfjörumáli. Jafnframt felur friðlýsingin í sér að innan friðlýstra svæða er öll óviðkomandi umferð og röskun bönnuð, svo og óþarfa hávaði af völdum manna og véla nema með leyfi varpeiganda. Þá má minna á að netlög jarða eru 115 m út frá stórstraumsfjörumáli og eru það í raun landamerki jarða til sjávar. Árleg dúntekja síðari ára er um 3000 kg af fullhreinsuðum æðardúni.

Finndu söluaðila