Háafell er fjölskyldurekið geitfjárbú þar sem unnið er að ræktun landnámsgeita og nýtingu afurða þeirra. Seldar eru ýmsar geitaafurðir, ostar, ís, sápur, skinn, tólgarkrem, pylsur og paté. Aðrar vörur eru hin ýmsu síróp, hlaup og sultur, baðskrúbbar og baðsölt.
Rekin er verslun á staðnum með áðurnefndum afurðurm auk fjölda annarra vara. Vörur frá Háafelli má nálgast í fjölda verslana auk veitingastaða. Einnig er rekin ferðaþjónusta á Háafelli þar sem tekið er á móti gestum og fá þeir að kynnast sérstöðu íslensku landnámsgeitanna og fá smakk af afurðum þeirra.
Opið 1. júní til 31. ágúst frá 11:00 til 18:00 og síðan allt árið eftir samkomulagi.
Bændur á Háafelli eru hjónin Jóhanna B. Þorvaldsdóttir og Þorbjörn Oddsson ásamt börnum sínum Reyni og Elsu og tengdasyninum Guðmundi Frey Kristbergssyni.
Nánar á www.geitur.is og www.facebook.com/haafellgoatfarm
Húðkrem og sápur úr geitamjólk og tólg, Nuddolíur, Geitaostar, Geitastökur (skinn), Varasalvar, Handgerðar sápur, Handkrem
Jurtasíróp (t.d. birki-, greni-, rósa-, blóðbergs-). Hlaup úr allskyns blómum og berjum (t.d. túnfíflahlaup, rabarbarahlaup, vatnsberahlaup)
Ullarband bæði af sauðfé og geitum (kasmírband)