Flankastaðir eru á Miðnesi, rétt norðan við Sandgerði. Við búum á Efri-Flankastöðum.
Flankastaðir er gömul jörð sem er kennd við Flanka nokkurn sem mun hafa verið landnámsmaður hér. Flankastaðalandið var meira en 200 hektarar en því hefur verið skipt upp í allnokkur býli í áranna rás.
Áður en höfn var byggð við Sandgerði voru nokkrar varir meðfram ströndinni og þaðan var stunduð töluverð bátaútgerð. Flankastaðavörin var talin góð og þaðan voru gerðir út allt að tíu opnir bátar - sex-, átta- og jafnvel teinæringar.
Við leggjum okkur fram við að afla heimilda og muna sem sýna líf fyrrverandi ábúenda á Flankastöðum og segja frá því eftir föngum.
Rabbabaragarður
Við erum með um tíu mismunandi yrki af rabbabara. Til sölu eru rætur til gróðursetningar og ferskur rabbabari í júní og júlí.
Vefur okkar er flankastadir.is Sími 8680522 Netfang [email protected], [email protected]
Rabbabari
Hvönn