Fara í efni

Gisting

Fáðu vöruna beint frá býli nálægt þér

Upplifðu Ísland á nýjan hátt.  Upplifðu gistingu á Beint frá býli bæjum.

Beint frá býli bændur bjóða uppá gistingu af ýmsum toga allt frá sumarhúsum og upp í fínustu hótel. Þeir leggja áherslu á þægindi og sérhæfa sig í því að skapa vinalegt og notalegt umhverfi fyrir íslenska sem erlenda ferðamenn. .

Á flestum bæjum er stundaður hefðbundinn búskapur, þar sem sjá má flest íslensku húsdýrin við kjöraðstæður.

Hjá þeim er áherslan á að  boðið sé upp á matvæli frá bæjunum og úr héraði eftir því sem hægt er. Nauta- lamba og svínakjöt grænmeti og sultur allskonar að ógleymdum eggjum, allt hágæðahráefni og matreitt eftir hefðum á hverjum stað. 

Bæirnir eru vítt og breitt  um landið. Og staðsettir við stærstu náttúruperlur landsins. Þar finna flestir eitthvað við sitt hæfi. Jöklar, fossar, hverasvæði og hraunbreiður eru víða innan seilingar fyrir gesti, Beint frá býli bæir eru þannig tilvaldir upphafsstaðir fyrir hvers kyns leiðangra um landið.

Í nágrenni bæjanna er víða að finna margs konar afþreyingu og skipulagðar ferðir, sama hvort leiðin liggur í hvalaskoðun eða jöklaferð. Að sama skapi er aldrei langt í notalega sundlaug til að endurnæra líkama og sál eftir erfiðan dag.


Njótið dvalarinnar.

Finndu söluaðila