Grænmeti
Fáðu vöruna beint frá býli nálægt þér
Mikil grænmetis- og ávaxtaneysla getur minnkað líkur á æðakölkun,lækkað blóðþrýsting, minnkað kólesterólmyndun ílíkamanum, haft góð áhrif á ónæmiskerfið og efnaskipti hormóna, hjálpað til við stjórnun líkamsþyngdar auk þess að veita seddutilfinningu. Rífleg neysla grænmetis og ávaxta getur því minnkað líkur á mörgum krónískum sjúkdómum, s.s. hjarta- og æðasjúkdómum, ýmsum tegundum krabbameina, sér í lagi í meltingarfærum og lungum, sykursýki II og offitu. Talið er að rífleg grænmetis- og ávaxtaneysla geti minnkað dánarlíkur úr hjarta- og æðasjúkdómum um allt að 20-30% og geti komið í veg fyrir um 20% krabbameina, segir Óla Kallý Magnúsdóttir næringarfræðingur.