Fara í efni

Geitaafurðir

Fáðu vöruna beint frá býli nálægt þér

Íslenska geitin kom til Íslands með landnámsmönnum og er þess vegna stundum kölluð landnámsgeitin. Síðan hafa geitur ekki verið fluttar til landsins eða í ein 1100 ár. Stofninn telur í dag aðeins um 850 dýr. Hann er þar með trúlega einn minnsti einangraði geitastofn heims og er í bráðri útrýmingarhættu vegna fæðar hér á landi.

Geitin er talið elsta nytjadýr mannsins og geitamjólk er mest nýtta mjólk til manneldis í heiminum. Á vesturlöndum hefur kúamjólkin reyndar rutt sér til rúms en svo er ekki víðast hvar annars staðar í heiminum. Geitamjólk hentar mun betur fyrir mannfólkið en hún er auðmeltari og mun minni hætta er á óþoli af völdum hennar en kúamjólkur. Geitamjólk er sérlega góð fyrir ungabörn sem ekki njóta móðurmjólkar.

Forsenda þess að hægt sé að viðhalda sjaldgæfum búfjárkynjum er að þau geti staðið undir framleiðslu afurða sem hægt er að selja. Stofnverndarstyrkur eins og greiddur er með skýrslufærðum geitum getur stuðlað að varðveislu stofnsins en nytjar af geitunum skapa grundvöll að ræktun stofnsins til framtíðar

Geitakjöt er mjög hollt. Ástæðan er m.a. sú að kjötið er fitulítið en álíka próteinríkt og nautakjöt.

Finndu söluaðila