Hrossakjöt
Fáðu vöruna beint frá býli nálægt þér
Hrossarækt er umsvifamikil búgrein á Íslandi, en félagar í Félagi hrossabænda eru um 1.300.
Meginframleiðsla hrossabænda er auðvitað ræktun reiðhesta og gæðinga, en framleiðsla hrossakjöts er aukaafurð.
Mest kjöt af fullorðnum hrossum er flutt úr landi, en neysla folaldakjöts hefur aukist mikið á Íslandi síðastliðin ár. Íslensk
hross eru alin upp í frjálsræði og tengslum við náttúruna og ganga flest á úthaga. Kjötið er því hreint og
ómengað, auk þess sem rannsóknir sýna að það er fitulítið með hátt hlutfall af omega 3 fitusýrum, er
próteinríkt og inniheldur mikið magn lífsnauðsynlegra amínósýra og járns.
Hrossa- og folaldakjöt er ódýr og hollur kostur sem neytendur ættu að veita aukna athygli