Fara í efni

Fiskmeti

Fáðu vöruna beint frá býli nálægt þér

Þótt bleikja og urriði séu í raun tvær glöggt aðgreindar tegundir vatnafiska er venja hérlendis að taka þær saman undir nafninu silungur, enda eru veiðiaðferðir þær sömu, lífshættir tegundanna einnig, matreiðslan eins og bragðið er ekki óáþekkt. Regnbogasilungur er hins vegar oft ekki talinn með, enda þekkist hann hér nær eingöngu sem eldisfiskur. Annars hefur silungur verið veiddur hér frá landnámsöld í ám og vötnum.

Silungur er misfeitur og er eldisfiskur oft nokkru feitari en villtur fiskur en þarf hins vegar alls ekki að vera síðri að gæðum. Hann má sjóða eða gufusjóða, pönnusteikja heilan eða í flökum, grilla, baka, til dæmis í álpappír, grafa, eða reykja. Þess þarf að gæta að elda silung ekki of mikið því hann þornar fljótt. Yfirleitt er ekki gott að bera bragðsterkar sósur með silungi eða nota sterkt krydd á hann en þó eru til réttir þar sem slíkt á við.

Finndu söluaðila