Fiskmeti
Fáðu vöruna beint frá býli nálægt þér

Silungur er misfeitur og er eldisfiskur oft nokkru feitari en villtur fiskur en þarf hins vegar alls ekki að vera síðri að gæðum. Hann má sjóða eða gufusjóða, pönnusteikja heilan eða í flökum, grilla, baka, til dæmis í álpappír, grafa, eða reykja. Þess þarf að gæta að elda silung ekki of mikið því hann þornar fljótt. Yfirleitt er ekki gott að bera bragðsterkar sósur með silungi eða nota sterkt krydd á hann en þó eru til réttir þar sem slíkt á við.