Vatnsendi

Vor kjúklingur - 801 Selfoss
Vatnsendi

Vatnsendi

Vor kjúklingur - 801 Selfoss

Vatnsendi

Vor kjúklingur - 801 Selfoss

Kjúklingabúið Vor ehf. er á Vatnsenda í Flóahreppi og var stofnað árið 1993 af hjónunum Ingimundi Bergmann Garðarssyni og Þórunni Kristjánsdóttur. Þau hafa þó ræktað kjúklinga mun lengur en þau byrjuðu afar smátt árið 1978. Í dag er starfsemin í fjórum byggingum en fimm eldiseiningum þar sem einni byggingunni er skipt niður í tvær aðskildar einingar. Samtals eru húsin um 2800 m2, þau elstu sem eru samtengd voru byggð árin 1981 og 1987, eitt hús var byggt árið 2002 og svo tvö tæplega 900 m2 árið 2021.

Kjúklingarnir koma dagsgamlir að búinu og eru aldir upp í sláturstærð á um 5 vikum.

Kjúklingar fara til slátrunar í viðurkennt sláturhús, engu er sprautað í fuglinn við vinnsluna og því um 100% hreina vöru að ræða. Möguleiki er að versla heilan frosin fugl beint frá býli, 6 - 8 fuglar í kassanum.

Á Vatnsenda er einnig rekin vélsmiðja, VIG. VIG hefur frá upphafi lagt áherslu á þjónustu við bændur, verktaka og í raun alla þá sem þurfa að láta smíða hvaðeina úr málmum. Það hefur verið stefna VIG frá upphafi að leysa nánast hvaða verk sem viðskiptavinurinn óskar. VIG er afskaplega vel tækjum búin vélsmiðja en til að geta leyst flókin og fjölbreytt verkefni þarf bæði þekkingu, góðan vilja og góð verkfæri.

Vörur í boði

Fuglaafurðir

Fuglaafurðir

Heill frosinn kjúklingur 6-8 stk í kassa

Handverk

Handverk

Járnsmíðavörur tengdar landbúnaði

Gisting

Gisting

Höfðatún Guesthouse