Fara í efni

Vatnsendi

801 Selfoss
Opnunartími
Allt árið
Pantanir
s. 844 8597 disa@vor.is

Vörur í boði

Um Vatnsendi

Nautgriparækt var hafin á Vatnsenda árið 2015 en þá voru liðin um 40 ár síðan kúabúskap var hætt á Vatnsenda. Nautin eru í húsi sem byggt var 2001 og var þá ætlað hestum og sauðfé, því var breytt svo það henti nautgripum. Hluti nautgripanna er hafður úti í mjög svo grösugum högum á sumrin og á veturna eru þeir  heima við þar sem er rennandi vatn, bogahús sem þau geta farið inní og er gefið hey.
 Gripum er slátrað í viðurkenndu sláturhúsi, unnið af fagmönnum og pakkað í neytendaumbúðir. Nautakjötið er selt í ¼ hluta úr skrokki
 
Kjúklingabúið Vor ehf. var stofnað árið 1993 af hjónunum Ingimundi Bergmann og Þórunni Kristjánsdóttur. Í dag er starfsemin komin í hendur á syni þeirra Ingvari Guðna og konu hans, Eydísi Rós. Starfsemi kjúklingabúsins er í tveimur byggingum en þremur eldiseiningum þar sem annarri byggingunni er skipt niður í tvær aðskildar einingar. Samtals eru húsin um 1000 m2, þau eldri sem eru samtengd voru byggð árin 1981 og 1987 en það síðasta árið 2002. 
Kjúklingar fara til slátrunar í viðurkennt sláturhús, engu er sprautað í fuglinn við vinnsluna og því um 100% hreina vöru að ræða. Möguleiki er að versla heilan frosin fugl beint frá býli, 8 fuglar í kassanum. 
 
Á Vatnsenda er einnig rekin vélsmiðja, VIG. VIG hefur frá upphafi lagt áherslu á þjónustu við bændur, verktaka og í raun alla þá sem þurfa að láta smíða hvaðeina úr málmum. Það hefur verið stefna VIG frá upphafi að leysa nánast hvaða verk sem viðskiptavinurinn óskar. VIG er afskaplega vel tækjum búin vélsmiðja en til að geta leyst flókin og fjölbreytt verkefni þarf bæði þekkingu, góðan vilja og góð verkfæri.