Stórhóll

Stórhóll / Rúnalist - 561 Varmahlíð
Stórhóll

Stórhóll

Stórhóll / Rúnalist - 561 Varmahlíð

Stórhóll

Stórhóll / Rúnalist - 561 Varmahlíð

Stórhóll er staðsettur í fyrrum Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði, við veg #752 um 20 km í suður frá Varmahlíð. Stórhóll er lítil jörð um 50 ha. Á býlinu er búið með sauðfé, geitur, hross, endur, hunda, ketti og stöku kanínu.

Mikið af afurðum býlisins eru unnar og seldar í Rúnalist Gallerí sem er lítil sveitabúð á Stórhól. Kjötafurðir eru unnar í Vörusmiðju BioPol á Skagaströnd, ull og geitafiða er spunnin af Uppspuna Smáspunaverksmiðju og annað er unnið heima á býlinu.

Í Rúnalist Gallerí býðst fjölbreytt matvara Beint frá býli, frá Stórhól og öðrum býlum. En einnig fjölbreytt listhandverk, nytjavara og mynjagripir, sem framleitt er á býlinu eða fyrir býlið. Geitastökur, Geitaband, Sauðaband og prjónauppskriftir, myndverk, prjónavörur og margt fleira. Við kappkostum að vinna eins mikið úr okkar eigin hráefni og kostur er.

Gegn vægu gjaldi tökum á móti fólki, sýnum þeim geiturnar okkar og segjum af þeim sögur, kynnum tóvinnubrögð og fleira skemmtilegt úr ranni bóndans. Oft eru einnig hvolpar eða kettlingar á bænum. Hægt er að panta húsdýraheimsókn og/eða smakk af Bændabakka smá sýnishorn af afurðum býlissins.

Hægt er að panta dýraheimsókn og smakk af Bændabakka fyrir hópa allt að 20 manns.

Okkur er einnig að finna á

www.runalist.is

https://www.facebook.com/storholl

https://www.facebook.com/RunalistGalleri

https://www.instagram.com/runalist/

https://www.instagram.com/beintfrabylistorhol/

Vörur í boði

Lambakjöt

Lambakjöt

Lambakjöt heilir eða hálfir skrokkar, Lamba 1/4 hryggir og grillsneiðar, Kaldreykt og tví-reykt sauðakjöt, Grafið ærkjöt, Lambasúpukjöt, Reykt ærkjöt/sauðakjöt, Lambakótilettur, Dilkakjöt, Vörur úr smálambaskinni og fleira, Lambakjöt reykt/hangikjöt, Lambalæri, Vörur úr Ær og lambakjöti, Frosið lambakjöt, Reykt sauðakjöt, Ærkjöt, Sala á lambakjöti í neytendaumbúðum, Lambahryggir, Lambagærur, Sauðakjöt

Geitaafurðir

Geitaafurðir

Kiðlingakjöt, Geitastökur, Kiðlinga og geitakjöt, Handspunnið band, Geitakjöt, Geitastökur (skinn) og handverk úr geitaskinni

Fuglaafurðir

Fuglaafurðir

Andaregg

Handverk

Handverk

Húfur, Minjagripir, Gestabækur, Töskur, Prjónavörur, Vettlinga og aðrar ullarvörur, Handgerðkort, Leðurvörur. Handverksmunir. , Kortaveski, Handverk úr hornum, Listmunir, Kreppupungar, Lyklakippur, Handverk

Pantanir

s. 453 8883 [email protected]

Opnunartími

Apríl - Ágúst opið kl. 13-18. alla daga Jan-Apríl og Sept - Des. Eftir samkomulagi +354 823 2441