Fara í efni

Sólheimar

801, Selfoss

Vörur í boði

Handverk
Leðurvörur. Handverksmunir.
Brauð
Brauð

Um Sólheimar

Sólheimar eru sjálfbært samfélag þar sem rúmlega 100 einstaklingar búa og starfa saman. Sólheimar eru stofnaðir árið 1930 af Sesselju Hreindísi Sigmundsdóttur (1902 - 1974). 

Í byggðahverfi Sólheima er lögð áherslu á ræktun manns og náttúru. Þar er rekin öflug félagsþjónusta þar sem einstaklingum með fjölbreyttan bakgrunn er veitt tækifæri til atvinnu og starfsþjálfunar, búsetu, félags- og menningarstarfs.

Ýmiskonar starfsemi fer fram á Sólheimum svo sem rekstur skógræktar- og garðyrkjustöðvar sem báðar stunda lífræna ræktun. Fjöldi listvinnustofa er á Sólheimum svo sem kertagerð, listasmiðja, keramik, vefstofa, jurtastofa og smíðastofa. Á staðnum er rekið lífrænt kaffihús,gistiheimili og bakarí. Allar okkar framleiðsluvörur má nálgast í Versluninni Völu.  

Í byggðahverfinu er kirkja, höggmyndagarður, trjásafn, listsýningarsalur, umhverfissetrið Sesseljuhúsi auk íþróttaleikhúss. 

 

Nánari upplýsingar á     http://solheimar.is/