Fara í efni

Smáratún

861 Hvolsvöllur

Vörur í boði

Lambakjöt
Lambakjöt heilir eða hálfir skrokkar
Geitaafurðir
Geitakjöt
Fuglaafurðir
Andaregg, Landnámshænuegg
Handverk
Handverk
Ber
Krækiberjasulta
Brauð
Rúgbrauð
Gisting
Gisting

Um Smáratún

Smáratún er einn af stofnfélögum Beint frá býli og því geta gestir Smáratúns fengið að njóta ýmissa afurða sem unnar eru á býlinu. Sem dæmi um slíkar afurðir eru sultur unnar úr rifsberjum, sólberjum, krækiberjum eða rabbabara. Brauð og flatkökur sem eru bökuð heima og kindakæfur, unnar með aldagamalli aðferð. Að Smáratúni eru íslenskar landnámshænur og eggin eru ýmist borin fram á morgunverðarhlaðborði eða nýtt til matargerðar. Kartöflur og gulrófur eru ræktaðar á býlinu,  boðið uppá lambakjöt af eigin fjárstofni og  er allt nautakjöt sem er á boðstólum í Smáratúni einnig frá býlinu. 

Ýmsar vörur frá okkur, til dæmis okkar vinsælu taðreyktu hrossabjúgu, eru einnig seldar hjá Frú Laugu í Reykjavík og í Fjallkonunni sælkerahúsi á Selfossi.

Einnig eru nautgripir, hestar, sauðfé, landnámshænur, aliendur og aligæsir á býlinu