Á Lindarbrekku í Staðarsveit á sunnanverðu Snæfellsnesi búum við hjónin Guðbjörg Guðlaugsdóttir og Hilmar Þór Sunnuson ásamt
börnum okkar. Við keyptum jörðina í lok árs 2014 og höfum verið að byggja upp, breyta og bæta síðan. Af nægu er að taka þar sem hér hafði ekki verið búið í u.þ.b. 30 ár.
Á bænum eru 3 kýr, kálfar, kindur og íslenskar landnámshænur. Á Lindarbrekku eru einnig tveir hundar og fjórir kettir. Fullt af hugmyndum eru í farvatninu og reynum við að framkvæma þær eftir því sem aðstæður leyfa.
Við seljum allar okkar afurðir á heimasíðunni okkar lindarbrekka.is og keyrum heim á höfuðborgarsvæðinu og vesturlandi og sendum svo með Landflutningum um allt land.
Endilega fylgist með sigrum og sorgum Lindarbrekkubýlinu á facebook/lindarbrekkubuid