Fara í efni

Lindarbrekka

356 Snæfellsbæ

Vörur í boði

Nautakjöt
Alikálfagúllas

Um Lindarbrekka

Á Lindarbrekku í Staðarsveit á sunnanverðu Snæfellsnesi búum við hjónin Guðbjörg Guðlaugsdóttir og Hilmar Þór Sunnuson ásamt

þremur af fjórum börnum okkar.  Við keyptum jörðina í lok árs 2014 og  höfum verið að byggja upp, breyta og bæta síðan. Af nægu er að taka þar

sem hér hafði ekki verið búið í u.þ.b. 30 ár.

 Við ölum kálfa, kindur og íslenskar landnámshænur. Á á bænum eru einnig tveir hundar og tveir kettir, og á stefnuskránni að bæta við nokkrum grísum í vor.  Fleiri hugmyndir eru í farvatninu og reynum við að framkvæma þær eftir því sem aðstæður leyfa.  Stefnt er að því að fullvinna afurðirnar okkar og selja þær allar beint frá býli.

Hægt að koma og skoða dýrin, gisting og veitingastaðir í nágrenninu svo og ölkelda (hægt að smakka ölkelduvatn) og lýsuhólslaug þar sem hægt er að synda í heitu öldkelduvatni

Nú seljum við kálfakjöt, og landnámshænuegg,  Verðum svo með lambakjöt í haust, jólahangikjöt, rúgbrauð, flatkökur ofl

Endilega fylgist með sigrum og sorgum Lindarbrekkubýlinu á facebook/lindarbrekkubuid
 
https://www.facebook.com/Lindarbrekka-1530057883902273/