Fara í efni

Húsavík

511 Hólmavík
Opnunartími
Allt árið. Gera þarf boð á undan sér
Pantanir
s. 845 8393 husavik@simnet.is

Vörur í boði

Lambakjöt
Lambasúpukjöt, Hangkjöt af veturgömlu, Sala á lambakjöti í neytendaumbúðum, Lambakótilettur, Heilir skrokkar sagaðir eftir pöntun, Saltkjöt, Dilkakjöt, Lambakjöt og kindakjöt bæði reykt og nýtt, Heimareykt hangikjöt, Vörur úr Ær og lambakjöti, Frosið lambakjöt, Lambskrokkar, Lambahryggir, Ærkjöt, Grafið ærkjöt, Reykt ærkjöt/sauðakjöt, Lambakjöt heilir eða hálfir skrokkar, Lambalæri, Lambakjöt reykt/hangikjöt, Lambakjöt í sláturtíð, Hangikjöt lamba, Reykt sauðakjöt
Ber
Ber

Um Húsavík

Húsavík er á sjávarbakkanum við sunnanverðan Steingrímsfjörð, við veg 68 um 1,5km frá vegamótum á Djúpvegi um Arnkötludal. Landið er vel gróið valllendi með sjó og lækjum og ám og á lálendi lyngásar með stararflóum á milli. Sumarhagar eru algrónir í 400m hæð með stararmóum, hallamýrum, valllendis-og lyngbrekkum. Með sjónum er mikið fuglalíf og nokkuð æðarvarp.  Búendur í Húsavík eru hjónin Matthías og Hafdís, búfræðingar frá Hvanneyri og Hafdís einnig með meistarapróf í náttúruvísindum frá Landbúnaðarháskóla Íslands. Matthías er fimmti ættliðurinn í Húsavík frá 1878, en Hafdís er úr Heimahverfinu í Reykjavík. Þau eiga þrjú uppkomin börn. Í Húsavík hefur verið stunduð sauðfjárrækt í áratugi. Nýjasta tækni er nýtt til að bæta kjötgæði. Markmiðið er að fá lömb með mikla vaxtargetu, með þykka vöðva og litla fitu og heilsugóðar og mjólkurlagnar ær. Við tökum þátt í skýrsluhaldi fjárræktarfélaganna og nýtum okkur þá þjónustu sem þar býðst, svo sem ómmælingar og stigun lamba. Í Húsavík eru um 400 ær og eru flestar ærnar hvítar, en um 12% af er mislitar. Flestar þeirra mislitu eru svartar, mórauðar og gráar, en flestir aðrir litir eru til. Húsavíkurféð er kollótt en örfáar eru hyrndar. Vetrarfóðrun er að langmestu leyti vothey úr flatgryfju en nokkuð rúlluhey líka og þá helst út á vorin. Haustbeitin er á tún og stundum bætt með grænfóðurrækt. Í Húsavík er kjötvinnsla, með starfsleyfi frá Matvælastofnun. Þar er unnið úr framleiðslu búsins, bæði lambakjöti og ærkjöti. Kjötið er sagað og vacumpakkað eftir óskum kaupenda. Lostalengjur, sem eru kindavöðvar sem eru léttreyktir og marineraðir í aðalbláberjakryddlegi, eru ein vinsælasta vara Húsavíkurbúsins. Lítið reykhús er í Húsavík þar sem við reykjum hangikjöt, bæði lamba og sauða og tvíreykt hangikjöt, til að borða ósoðið. Hjá Húsavík er fuglaskoðunarhús og Matthías er svæðisleiðsögumaður á Ströndum.

Lambakjöt og Lostalengjur frá Húsavík eru á matseðli í  Heydal (http://heydalur.is) og Café Riis (http://caferiis.is ). Skammt frá Húsavík er Sauðfjársetrið í Sævangi (http://www.strandir.is/saudfjarsetur/).