Holtsel er fyrst og fremst kúabú.
Fjósið var byggt 1975. Það var endurbyggt 2006 og breytt í lausgöngufjós.
Í því eru 64 básar fyrir mjólkurkýr og að auki legubásar fyrir öll gjeldneyti og herbergi fyrir yngstu kálfana þannig að það rúmar um það bil 120 gripi.
Framleiðslan hófst 2006 á rjómaís og eru ábúendur í Holtseli fyrstir íslenskra bænda til að framleiða mjólkur- og rjómaís úr eigin mjólk. Ávaxtaís eða sorbet t.d. fyrir þá sem eru með mjólkur- og eða eggjaóþol.
Í hefðbundnum rjómaís eru til yfir 300 uppskriftir og það bætist við ein við á mánuði.
Í sorbe eru í boði yfir 100 bragðtegundir. En auðvitað er ekki nema lítill hluti af þessu á boðstólum í einu.
Í Holtseli er rekin Beint frá býli verslun sem býður upp á ýmsar vörur Beint frá býli framleiðenda út um land allt.