Háhóll

Háhóll geitabú - 781 Höfn í Hornafirði
Háhóll

Háhóll

Háhóll geitabú - 781 Höfn í Hornafirði

Háhóll

Háhóll geitabú - 781 Höfn í Hornafirði

Háhóll er um 4 km utan við Höfn í Hornafirði og þar búa hjónin Lovísa Rósa Bjarnadóttir og Jón Kjartansson. Þau hafa stundað geitfjárbúskap frá árinu 2012 og eru nú með um 70 veturfóðraðar geitur. Við leggjum áherslu á fullnýtingu afurða af geitunum okkar og að lágmarka kolefnisspor ræktunarinnar.

Hægt er að fá hjá okkur kiðlingakjöt frosið og niðursagað, einnig grafið geitakjöt, kæfur og pate, geitaskinn, garn og sápur. Við vinnum allt okkar kjöt sjálf og pökkum í kjötvinnslu í sveitinni, eins eru sápurnar okkar handunnar eftir gamalli fjölskylduuppskrift. Garnið er unnið í Uppspuna smáspunaverksmiðju á suðurlandi. Hægt er að fylgjast með búskapnum á facebook síðunni www.facebook.com/haholsgeitur og þar er að finna ýmsar uppskriftir með geitakjöti og fleira.

Vörur í boði

Geitaafurðir

Geitaafurðir

Geitakjöt, stökur, garn, sápur