Hafnir

Hafnir

Hafnir
545 Skagaströnd

Hafnir á Skaga eru í Austur Húnavatnssýslu, 52 kílómetra frá Blönduósi og 32 km. norðan Skagastrandar. Á Höfnum er hefðbundinn sauðfjárbúskapur og hrossarækt. Einnig er þar leigður út sumarbústaður allt árið um kring. Einstök náttúrufegurð er í Höfnum. Þar er mikið fuglalíf, má þar nefna lunda, langvíu, teistu, endur og æðarkollu auk annarra tegunda. Auðvelt er að komast í gott færi til að fylgjast með útsel og landsel við Selvíkurtanga. Auk þessa eru hlunnindi, rekaviður og dúntekja nýtt. Ábúendur eru Vignir Sveinsson og Helga Ingimars. Að Höfnum er rekið fyrirtækið „Úr hreiðri í sæng“ , en það framleiðir íslenskar æðardúnssængur. Fjölskyldan hefur verið að þróa æðardúnsbúskapinn undanfarin ár og er stolt af því að kynna afurð sem er fullunnin frá grunni. Sængurnar eru saumaðar úr dúnheldu bómullarlérefti eða silki og eru til í fullorðins og ungbarnastærðum, einnig er hægt að sérpanta stærðir. Lögð er áhersla á persónulega þjónustu. Fyrirtækið er með vottun frá Vottunarstofunni Tún um að það uppfylli kröfur um framleiðslu á náttúruafurðum og aðföngum til lífrænnar framleiðslu. Jafnframt hefur það vottun um sjálfbæra framleiðslu.

Sjón er sögu ríkari. www.hafnir.is

Pantanir
s. 452 4163 [email protected]
Opnunartími
Allt árið