Háafell
320 Borgarnes
Opnunartími
1. júní til 31. ágúst frá kl. 13-18 og allt árið eftir samkomulagi. Pantanir
haafell@gmail.com
Vörur í boði
Geitaafurðir
Húðkrem og sápur úr geitamjólk og tólg,
Nuddolíur,
Kiðlingakjöt,
Geitakjöt,
Geitaostar,
Geitastökur (skinn) og handverk úr geitaskinni,
Varasalvar,
Handgerðar sápur,
Handkrem
Fuglaafurðir
Egg
Jurtir
Fíflahunang
Um Háafell
Ábúendur á Háafelli eru hjónin Jóhanna B Þorvaldsdóttir og Þorbjörn Oddsson.
Við tókum við búi af foreldrum Jóhönnu árið 1989 og bjuggum fyrst með blandað bú, kýr og kindur. En síðan 2004 hefur aðaláherslan verið lögð á geitfjárrækt.Við eigum sex börn sem flest eru uppkomin og tvö barnabörn svo það er oft fjör á bænum.
Áhuginn fyrir geitunum var í byrjun mestur á verndun og viðhaldi þessara skemmtilegu dýra sem eru í mikilli útrýmingahættu vegna fæðar og almenns áhugaleysi fyrir þeim til margra ára. En nú er orðin breyting þar á til hins betra og áhugi almennings fyrir geitunum og afurðum þeirra hefur stóraukist á síðustu árum. Gæði og hollusta geitamjólkurinnar hefur líka heillað mig til margra ára og tel ég mjög mikilvægt að þessar afurðir séu aðgengilegar fyrir almenning.Geitfjársetur var formlega opnað á Háafelli 21. júlí 2012 og hefur það fengið frábærar móttökur og gestum fjölgar á milli ára. Margir eiga orðið hér fósturgeitur sem þeir koma og heimsækja og leggjum við mikið upp úr að fræða gesti um sögu geitanna og um afurðir þeirra. Á bænum eru 185 vetrarfóðraðar geitur og á sumrin bætast við hátt í 200 kiðlingar. Hér eru einnig 30 kindur 6 hestar, landnámshænur og silkihænur. Tveir hundar og fjórar kisur.
Við tökum á móti öllum sem vilja kynnast íslensku geitinni og afurðum hennar bæði einstaklingum og hópum. Í Geitfjársetrinu er lítil verslun, góð móttökuaðstaða og afþreying fyrir börnin.
Á Háafelli er einnig rósagarður með um 180 tegundum rósa ásamt öðrum yndisgróðri.
Bendum við á Facebókarsíðuna Geitfjársetur