Gunnarsstaðir
Vörur í boði
Um Gunnarsstaðir
Sillukot er lítið fjölskyldufyrirtæki á Gunnarsstöðum í Þistilfirði þar sem stunduð er sauðfjárrækt, rekin lítil sápu- og kertagerð ásamt því að reka Gallerí Sillukot.
Í Gallerí Sillukoti eru seldar vörur framleiddar á Gunnarsstöðum s.s. Sælusápur, ilmkerti, varasalvar og nú í sumar verður boðið upp á kjöt sem kemur frá búinu en unnið og pakkað hjá Fjallalambi á Kópaskeri. Einnig er til sölu handverk og hönnun af svæðinu.
Sælusápur eru handgerðar gæða handsápur framleiddar úr náttúrulegum hráefnum. Lögð er áhersla á að nýta hráefni úr heimabyggð svo sem tólg og villtar jurtir. Vörurnar eru án rotvarnarefna og annarra aukaefna. Sápurnar eru úr blöndu af tólg, ólífu-, kókos- og repjuolíu.
Litarefnin eru náttúruleg steinefni og ilmolíur frá viðurkenndum framleiðanda.
Kertin eru gerð úr íslenskri tólg sem unnin er úr lambamör hjá Stóruvöllum ehf. í Bárðardal. Til viðbótar er notast við sojavax, ilmolíur, stearin og kertalit. Kerti úr tólg brenna með hægari og daufari loga en hefðbundin kerti og endast því vel.
Varasalvarnir eru úr náttúrulegum hráefnum, án vaselíns. Í þá eru einungis notaðar gæða olíur og vax; meðal annars kókosolía og býflugnavax. Í varasalvana er e-vítamín notað sem náttúrleg þráavörn. Hægt er að fá varasalva með eða án bragðefna.