Fara í efni

Gautavík

766 Djúpivogur
Opnunartími
Allt árið

Vörur í boði

Lambakjöt
Lambakjöt heilir eða hálfir skrokkar, Lambakjöt í sláturtíð, Lambskrokkar
Fuglaafurðir
Egg, Landnámshænuegg
Handverk
Handverk, Módelleikföng, Minjagripir, Listmunir
Jurtir
Hampte

Um Gautavík

Hjá Geislum í Gautavík eru hannaðar og framleiddar gjafavörur, minjagripir og módel leikföng, en einnig boðið upp á geislaskurð og ráðgjöf á sviði hönnunar, matvæla og landbúnaðar. Þar er rekin verslun þar sem hönnunarvörur Geisla eru til sölu og aðrar vörur sem framleiddar eru á bænum, þ.m.t. hampte. Vörurnar eru einnig seldar í gjafavöru- og ferðamannaverslana hringinn í kringum landið.

Núverandi ábúendur, hjón með þrjú börn, fjárfestu í jörðinni og fluttu þangað af höfuðborgarsvæðinu sumarið 2018, en þá hafði ekki verið stundaður búskapur eða annar rekstur þar í um áratug. Geislar var stofnaði árið 2012 og var staðsett í Bolholti í Reykjavík fram að þeim tíma.

Á bænum er sauðfé, landnámshænur, endur og hundar og þar er einnig stunduð tilraunaræktun á iðnaðarhampi og tilraunaframleiðsla á vörum úr honum, ásamt matjurtaræktun og er ræktunin bæði innan- og utandyra. Það sem umfram er af lambakjöti og eggjum hefur verið selt beint frá býli.

https://geislar.is/