
Gisting, kayakleiga, almenn leiðsögn um svæðið þar sem gestum er kynnt sú starfsemi sem er í gangi hverju sinni.
Á suðursvæði Vestfjarða eru margar heitar laugar, ferðaþjónustufyrirtæki bjóða ferðir á flesta vinsæla áfangastaði eins og Látrabjarg, Rauðasand, Dynjanda og Selárdal. Margar gönguleiðir eru við bæjardyrnar. Veitingastaðir eru á Tálknafirði, Bíldudal, Patreksfirði og Barðaströnd sem fjölgar yfir sumartímann.