Efstidalur II

801 Selfoss
Efstidalur II

Efstidalur II

801 Selfoss

Efstidalur II

801 Selfoss

Heimsókn í Efstadal færir fólki einstaka og öðruvísi upplifun. Á miðjum "Gullna hringnum" færðu smá innsýn í sveitalífið. Þar eru í boði vörur beint frá býli, eins og heimagerði ísinn, skyr og fetaostur. Á veitingastaðnum eru einnig réttir úr vörum frá Efstadal og nærlyggjandi býlum. Hamborgararnir hafa notið sérstakra vinsælda.

Efstidalur er rekinn af fjórum systkinum og þeirra fjölskyldum sem nýlega tóku við af foreldrum sínum sem ásamt þeim þróuðu staðinn í þá átt sem hann er rekinn í dag. Systkinin eru 7. kynslóð bænda á staðnum. en fjölskyldusagan nær aftur til u.þ.b. 1750. Í grunninn er þetta mjólkurbú sem hefur frá 2002 þróast í takt við aukinn fjölda ferðamanna á svæðinu. Efstidalur hefur starfað í núverandi mynd síðan sumarið 2013.

Við vonum að þú/þið njótið dvalarinn hér í sveitinni okkar . Oft er mikið að gera hjá okkur yfir háannatímann, ýmist við bústörfin eða ferðaþjónustuna, en verið ekki hrædd við að gefa ykkur á tal við okkur, því það er jú það sem við elskum við þetta starf, að hitta nýtt fólk og spjalla. Við vonum að starfsfólk okkar sé liðlegt og aðstoði ykkur eftir bestu getu og hikið ekki við að tala við okkur.

Kveðja fjölskyldan Efstadal II

Vörur í boði

Nautakjöt

Nautakjöt

Nautgripagúllas, Nautgripahakk

Mjólkurvörur

Mjólkurvörur

Fetaostur, Ís, Mysa

Gisting

Gisting

Gisting

Pantanir

s. 486-1186 [email protected]

Opnunartími