Bjarteyjarsandur
301 Akranesi
Vörur í boði
Handverk
Vettlinga og aðrar ullarvörur,
Glerlistaverk,
Húfur,
Skartgripi úr hvalskíðum
Jurtir
Fíflahunang
Brauð
Brauð
Um Bjarteyjarsandur
Bjarteyjarsandur er fjölskyldubú, þar sem stunduð er sauðfjárrækt, ferðaþjónusta og fátt eitt annað.
Ferðaþjónustan er grundvölluð á matvælaframleiðslunni og gestum er boðið í heimsókn í fjárhúsin.
Gönguferðir um nærumhverfið, svo sem eins og í fjöruna eru alltaf vinsælar en einnig er í boði leiðsögn um önnur svæði í Hvalfirði.
Móttaka skólahópa er fastur liður í starfseminni.
Hægt er að gista á Bjarteyjarsandi, hvort heldur sem það er í tjaldi, í sumarhúsi eða heima á bæ.
Á Bjarteyjarsandi hefur um árabil verið rekið Gallerý Álfhóll og þar er að finna fjölbreyttan varning framleiddan af heimafólki og hagleiksfólki í nágrenni við bæinn.
Má þar nefna glerlistaverk, skartgripi úr hvalskíðum, húfur, vettlinga og aðrar ullarvörur, skinnvarning, sultur, brauð, fíflahunang og fleira og fleira.
Sjón er sögu ríkari!