Kolsholt 1

Kolsholt 1

801 Selfoss

Haustið 2015 var stofnað hlutafélagið Kolsholt ehf í kringum starfsemina í Kolsholti 1. Að hlutafélaginu koma þrjár fjölskyldur, Aðalsteinn Sveinsson og Kolbrún Júlíusdóttir ásamt Sigmari Erni Aðalsteinssyni sem býr með konu sinni, Söndru Dís Sigurðardóttir, og börnum í Jaðarkoti og Erlu Björg Aðalsteinsdóttur sem býr með sínum manni, Kristni Matthíasi Símonarsyni, og dætrum í gamla bænum í Kolsholti 1. Í Kolsholti er rekið kúabú með áherslu á mjólkurframleiðslu en nú á að færa út kvíarnar og bjóða upp á sölu á nautakjöti. Á bænum má auk þess finna kindur, hesta og hænur. Hlutafélagið heldur einnig utan um ýmsa verktakavinnu og verkstæði sem hefur verið sett upp í hlöðunni þar sem boðið er upp á bílasprautun og viðgerðir á bílum og landbúnaðartækjum.

Vörur í boði

Nautakjöt
Nautakjöt
Nautakjöt
Pantanir
s. 849 0502 [email protected]