Beint frá Býli | Félag heimavinnsluaðila

Beint frá býli, félag heimavinnsluaðila - vinnsla og sala á heimaunnum afurðum á íslenskum sveitabæjum

 

Fréttir

Stofnfundur Samtaka smáframleiðenda matvæla

Stofnfundur Samtaka smáframleiðenda matvæla (SSM) verður haldinn 5. nóvember 2019, kl. 11:30-12:15, í fundarsalnum Kötlu á 2. hæð Hótel Sögu í Reykjavík og í gegnum zoom.us fjarfundakerfið.

· Ákveðið var að hafa fundinn stuttanog hnitmiðaðan með möguleika á að hann verði til 12:30 ef einhverjar ófyrirséðar tafir verða.

· Hlekkur á fjarfundinn verður settur inn í Facebook viðburðinn sem verður stofnaður fyrir fundinn og inn í Facebook hópinn sjálfan sem tilkynning/announcement. Hlaða þarf niður forritinu af zoom.usfyrir fundinn (ókeypis).

· Kl. 13:00-16:00 í sama sal verður ráðstefna um neyslubreytingar og áhrif þeirra á matvælaframleiðslu á vegum Landbúnaðarklasans og Matvælalandsins Íslands.

· Léttar veitingar frá smáframleiðendum verða á boðstólnum milli funda.

Á undirbúningsstofnfundinum var unnin SVÓT-greiningog settir niður punktar fyrir aðgerðaáætlun. Farið var yfir drög að samþykktum og undirbúningsstjórn kjörin. Á fundinum voru góðar umræður.

Lesa meira


Askurinn 2019


Íslandsmeistarakeppni í matarhandverki, Askurinn 2019, fer fram í nóvember. Skráningu líkur 4. Nóvember og keppendur skila keppnisvörum til Matís 19. nóvember. Dómarastörf og fagleg úttekt á keppnisvörunum fer fram hjá Matís dagana 20.-21. nóvember. Úrslit keppninnar og verðlaunaafhending verður tilkynnt á Matarhátíð á Hvanneyri 23. nóvember kl 14:00. Að keppninni standa Matís ohf í samstarfi við Matarauð Íslands. Samstarfsaðilar við verðlaunaafhendingu eru Sóknaráætlun Vesturlands, Markaðsstofu Vesturlands, Landbúnaðarháskóla Íslands.

Keppni í matarhandverki er fyrir framleiðendur matarhandverks að sænskri fyrirmynd, Svenska Mästerskapen i Mathantverk. einnig kölluð Særimner, hefur verið haldin árlega, við góðan orðstír frá 1998 af Eldrimner sem er sænska landsmiðstöðin fyrir matarhandverk. Keppnin felur í sér að framleiðendur fá faglegt mat á gæði vörunnar og eru verðlaun, Askurinn, veitt fyrir þær vörur er þykja skara fram úr. Vinningshafar fá viðurkenningarskjal og leyfi til að merkja vinningsvörurnar með viðeigandi límmiða, gull-, silfur eða brons askur, þar sem á er merki keppninnar ásamt ártali. Heimilt er að nota þær merkingar á verðlaunavörur fram að næstu keppni. Gullverðlaunahafi er jafnframt Íslandsmeistari í viðkomandi flokki.

Keppni í matarhandverki var haldin í fyrsta sinn haustið 2014 í samstarfi Matís og Ný norræn matvæli (Ny Nordis Mad). Keppnin tókst mjög vel, 110 vörur tóku þátt í 8 matvöruflokkum frá öllum Norðurlöndunum. Vinningshafar fengu góða fjölmiðlaumfjöllun og eru sumir hverjir ennþá að nýta sér þessa viðurkenningu í markaðsstarfi sínu.

Hvað er matarhandverk?

Matarhandverk snýst um að skapa vörur þar sem lögð er áhersla á einstakt bragð, gæði og ekki síst ímynd, sem iðnaður getur ekki búið til. Áherslan er á að nota staðbundin hráefni, framleiðslu í litlu magni sem er oft svæðisbundin. Matarhandverksvörur eru heilnæmar, án óþarfra aukaefna og vörur sem hægt er að rekja til upprunans. Aðalsmerki matarhandverks er að nota það hráefni, mannafla og verkkunnáttu sem fyrirfinnst á staðnum, í gegnum alla framleiðslukeðjuna. Í matarhandverki er lögð áhersla á að þróa hefðbundnar vörur fyrir neytendur dagsins í dag.

Skráning í keppnina fer fram hér.

 

 

 

 

 

 

  

Eru nýjar reglur um lítil matvælafyrirtæki og hefðbundin matvæli til hagsbóta.


Ný reglugerð um lítil matvælafyrirtæki og hefðbundin matvæli tók gildi 17. okt. 2016. Markmið reglugerðarinnar átti að að auka sveigjanleika í lítilli og hefðbundinni matvælaframleiðslu til að auðvelda framleiðendunum að uppfylla kröfur matvælalöggjafarinnar.

Reglugerðin felur fyrst og fremst í sér reglur fyrir lítil sláturhús. Nýjungar fyrir lítil matvælafyrirtæki þar sem vinnsla matvæla er hliðarbúgrein með annarri starfsemi eru svo óverulegar að þær breyta raunverulega mjög litlu.. Hún veitir óverulegan afslátt af  hollustuháttareglugerðum og viðurkennir framleiðslu séríslenskra hefðbundinna matvæla, s.s. reykingar á kjöti í litlum reykhúsum úr náttúrulegum efnum (torfkofum), þurrkunar á fiski í hjöllum og trönum og hefðbundinnar verkunar á hákarli. En framleiðsla á hefðbundnum matvælum er atriði sem flest önnur Evrópuríki leggja ríka áherslu á að varðveita en hér hefur stofnunin dregið lappirnar eins og hún hefur getað og nánast unnið á móti. Einnig er viðurkennt að lítil sláturhús þurfi ekki að uppfylla sömu kröfur og stór og regluverkið aðlagað aðeins.

Ekki eru gerðar neinar reglur fyrir litlar mjólkurvinnslur, einhverra hluta vegna virðist MAST gera þeirri framleiðslu erfitt fyrir,  og er nánast ekki í myndinni að gera þeim kleift að starfa á eðlilegum grunni. Hefur stofnunni tekist að ganga þannig fram að vinnsla á sauðamjólk og afurðum úr henni hefur lagst af, að minnsta kosti um sinn.  Þó fékk  MAST nú  nýlega reglugerð sem gerir þá sem framleiða vilja sauða- eða geitamjólk starfleyfisskylda. 

 Umræddur sveigjanleiki byggist á heimildum reglugerða Evrópusambandsins um hollustuhætti sem varða matvæli og skipulag opinbers eftirlit með dýraafurðum (reglugerð nr. 103/2010, 104/2010 og 105/2010). Þær heimila allar ákveðinn sveigjanleika og aðlögun að kröfum reglugerðanna án þess þó að koma í veg fyrir að markmiðum þeirra verði náð. En sá sveigjanleiki hefur ekki verið til staðar hér og reglugerðinni beitt með fullum þunga á smáframleiðendur og gerðar sömu kröfur á þá og stórframleiðendur.


Helstu atriði í reglugerðinni eru:


* Ekki er skylt að kljúfa fyrir heilbrigðisskoðun skrokka af ákveðnum     dýrum í sláturhúsum

* Ákvæði um geymslur fiskmarkaða

* Smá sveigjanleiki fyrir litlar kjöt- og fiskvinnslur, litlar       eggjapökkunarstöðvar og litlar matvælavinnslur

* Ekkert sem snýr að litlum mjólkurvinnslum nema magntölur.

* Kröfur fyrir lítil sláturhús

* Viðurkenning á litlum reykhúsum. 

* Ákvæði um hefðbundna þurrkun á fiski

* Ákvæði um verkun á hákarli


Með innleiðingunni átti að fara  að fordæmi annarra Evrópuríkja sem hafa notfært sér þessar heimildir fyrir hefðbundna matvælaframleiðslu í sínum löndum.En það hefur ekki tekist nema að litlu leiti. 


Þá var Beint frá býli boðið að gefa umsögn um reglugerðina, og var engin af athugasemdunum sem gerð var tekin til greina.

 gjg

 


 

 

 

Beint frá býli og lífrænir bændur aðilar að Bændasamtökum Íslands

Á þingfundi á Búnaðarþingi 2018 voru teknar fyrir aðildarumsóknir að Bændasamtökum Íslands frá Beint frá býli og Verndun og ræktun (VOR), félagi framleiðenda í lífrænum búskap. Voru þær báðar samþykktar.

Beint frá býli var stofnað 2008 og er tilgangur félagsins að hvetja til heimavinnslu og sölu beint frá bændum. Einnig að vinna að hagsmunum þeirra bænda sem stunda eða hyggjast stunda hverskonar framleiðslu og sölu á heimaunnum afurðum.

Meginmarkmið félagsins er að tryggja neytendum gæðavörur þar sem öryggi og rekjanleiki vöru er í fyrirrúmi. Félagið skal einnig hvetja til varðveislu hefðbundinna framleiðsluaðferða og kynningar á svæðisbundnum hráefnum og hefðum í matargerð.

VOR var stofnað 1993 og er hagsmunafélag framleiðenda sem stunda lífræna ræktun eða fullvinnslu lífrænna, íslenskra afurða.






Aðalfundur

 

Aðalfundur Beint frá býli, félags heimavinnsluaðila var haldin 8. apríl 2017 að Miðskeri við Hornafjörð og hófst klukkan 13:00.  

 Dagskrá aðalfundar: 

1. Fundarsetning. 

2. Kjör fundarstjóra og fundarritara. 

3. Ávörp gesta. 

4. Erindi: 

5. Skýrsla formanns (stjórnar) félagsins um starfsemi á liðnu ári.

6. Endurskoðaðir reikningar félagsins fyrir síðastliðið ár lagðir fram til afgreiðslu. Umræður um skýrslu formanns og reikninga. 

7. Breytingar á samþykktum BFB. 

8. Kosning aðalstjórnar og varastjórnar. 

9. Kosning tveggja skoðunarmanna. 

10. Árgjald ákveðið. 

11. Önnur mál sem félagið varðar. 

 

Athygli er vakin á því að lagðar verða fram tillögur að  breytingum á samþykktum og verða þær sendar féalgsmönnum í tölvupósti. Að fundi loknum verður boðið uppá kvöldverð í boði félagsins að Mýrum. Allir velkomnir. 

 

Stjórnin. 

 

 

Svæði

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.13 2009 - Stefna ehf