Beint frß Břli | FÚlag heimavinnslua­ila

Beint frá býli, félag heimavinnsluaðila - vinnsla og sala á heimaunnum afurðum á íslenskum sveitabæjum

 

FrÚttir

Mjˇlk er mjˇlk!


Al■jˇ­astofnunin CODEX, sem er hluti af MatvŠla- og landb˙na­arstofnunar Sameinu­u ■jˇ­anna (FAO) og Al■jˇ­aheilbrig­isstofnunarinnar (WHO) hefur enn undirstrika­ formlega skilgreiningu ß ■vÝ hva­ mjˇlk sÚ! ═slenskir k˙abŠndur vita mŠta vel hva­ mjˇlk er, en vÝ­a erlendis hafa margskonar drykkir komi­ ß marka­ og veri­ kalla­ir ämjˇlkô. DŠmi um ■etta er drykkur sem framleiddur er ˙r sojabaunum og hefur veri­ marka­ssettur sem äsoja-mjˇlkô. En til ■ess a­ taka af allan vafa ■ß mß ekki selja drykki sem mjˇlk, nema um raunverulega mjˇlk sÚ a­ rŠ­a ľ ■.e. sem ß uppruna sinn Ý b˙fÚ.Lesa meira


Lagaumhverfi heimavinnslu landbúnaðarafurða á Íslandi

Með þessari skýrslu er nú lokið að skýra lög og reglur ESB til samræmis við íslenskar reglur um heimavinnslu og sölu matvæla, og gera tillögur um rýmkun reglna um heimavinnslu og slátrun. Áður var lokið við að kanna hvernig verðlagningu á heimteknum afurðum er háttað hjá afurðastöðvum. Ég vil lýsa ánægju minni með það að þessum verkefnum er lokið og er það von mín að ofangreind atriði verði lærðum og leiknumskýrari og auðskiljanlegri.

Heimavinnsla snýst um að auka tekjur búsins með meiri vinnslu afurða, allt frá því að láta saga kjöt eftir óskum neytandans og upp í það að fullvinna afurðina til neyslu, þannig að sem mest af framlegðinni verði eftir hjá bóndanum sjálfum. Ég leyfi mér að fullyrða að markmið allra þeirra sem heimavinnslu stunda sé það að framleiða gæðavöru á verði sem allir geta verið sáttir við
Skýrsla þessi er samin með það í huga að upplýsa heimavinnsluaðila og neytendur um stöðu þessara mála og koma af stað upplýstri umræðu milli heimavinnsluaðila og stjórnvalda í þeim tilgangi að ná fram samstöðu um þessa tegund framleiðslu og sanngjörnum reglum til að vinna eftir. Ekki síst í ljósi þess að gert er ráð fyrir að settar séu landsreglur um þá framleiðslusem falla utan gildissviðs reglugerðarinnar. Áréttaþarf aðskilið er eftir rúm til túlkunar sem vinna þarf sameiginlega að og ætti það að vera samstarf á milli BFB, MAST og MATÍS að gera það og koma á sanngjörnum landsreglum um heimavinnslu

Jólamarkaðurinn 10. des. 2011.

Í tilefni hins alþjóðlega Terra Madre degi ( dagur móður jarðar – sjá slow food) héldu Búrverjar í samstarfi við Beint frá Byli hinn glæsilegasta jólamatarmarkað. Markaðurinn var haldin fyrir utan verslunina Búrið í Nóatúni 17 þar sem stórt tjald, hitalampar og rjúkandi heitt súkkulaði hélt gestum og söluaðilum heitum. Yfir 20 bændur og framleiðendur mættu með vörurnar  og úrvalið var hið glæsilegasta. Jólakræsingar í forréttin, aðalréttin og eftirréttin voru þar á boðstólum.

Viðtal við Hlédís um markaðinn   má heyra hér
 Myndir frá markaðnum má   sjá hér og  Hér,
 einnig er myndskeið frá markaðnum hér


  Aðalfundur Beint frá býli 2015

 

Var haldinn að Skjaldavík, við Akureyri, laugardaginn 09. maí 2015,

 

Dagskrá:                

 

1.                 Fundarsetning.

2.                 Kjör fundarstjóra og fundarritara.

3.                 Ávörp gesta.

4.                 Skýrsla formanns.

5.                 Erindi: Lagalegar skyldur framleiðanda og hvernig matvælaöryggi er tryggt?  Þóra Ýr Árnadóttir, Prómat

6.                 Erindi: Heimavinnsla matvæla, tækifæri og ógnir. Eðvald Sveinn Valgarðsson

7.                 Reikningar BFB 2014. Fjárhagsáætlun og ákvörðun um árgjald 2015. Umræður um skýrslu formanns og reikninga.

8.                 Kosning aðalstjórnar og varastjórnar.

9.                 Kosning tveggja skoðunarmanna.

 10.                Önnur mál sem félagið varðar.    

a.      Önnur mál.__________________________________________Góð mjólk og frjósamar huðnur


 

„Geitastofninn hér á bæ dafnar vel. Frjósemin er mikil, kjötið gott og mjólkurlagni huðnanna með ágætum. Þetta er árangur ræktunarstarfs síðastliðinna fjórtán ára og ég vonast til þess að geta haldið þessu áfram,“ segir Jóhanna B. Þorvaldsdóttir, geitabóndi á Háafelli í Hvítársíðu, í Borgarfirði.

Fólk vill beint frá býli

Jóhanna var meðal þátttakenda í vetrarmarkaði Búrsins í Hörpu um helgina, en til hans var efnt jafnhliða setningu Búnaðarþings. Þar sýndu og seldu milli 40 og 50 framleiðendur – margir tengdir sveitum landsins – vörur sínar. Meðal afurða má nefna geitakjöt frá Háafelli og sápur og snyrtivörur úr geitamjólk og tólg. Aðrir voru með snyrtivörur, sultur, drykki, kornmeti, brauð og svo mætti lengi áfram telja. Fjölmargir sóttu markaðinn og gerðu þar góð kaup. Segir Jóhanna það haldast í hendur við að áhugi almennings á landbúnaði, og eins því að kaupa vörur beint frá býli, sé stöðugt að aukast.

Í vetur hefur Jóhanna haldið um 190 geitur á Háafelli. Hún segir innbyrðisskyldleika í stofninum hafa sett nokkurt strik i reikninginn – en með markvissri ræktun sé verið að taka á því. „Ég nota að jafnaði níu hafra sem sinna 160 huðnum. Í fyrra seldi ég um 30 lífdýr til bænda sem vilja hasla sér völl í geitabúskap, en um 80 dýr fóru í sláturhús á Hvammstanga. Þar er kjötið líka unnið, eins og læri, hryggur og grillsneiðar af kiðlingum. Kjöt af eldri dýrum er hins vegar nýtt sem hráefni í pylsugerð. Í sláturhúsinu á Hvammstanga hefur fólk einmitt verið mjög áhugasamt um þetta verkefni og að gefa nýrri búgrein þannig svigrúm,“ segir Jóhanna. Hún kemur geitamjólkinni að Erpsstöðum í Dölum. Þar er rekið lítið mjólkurbú, sem hefur öll tilskilin leyfi til vinnslu á til að mynda ostum sem Jóhanna selur í sínum eigin ranni.

Kýr fátæka mannsins

„Stundum er sagt að geitin sé kýr fátæka bóndans. Þetta eru ótrúlega afurðamiklar skepnur, sem eru léttar á fóðrum en skila samt sínu; það er kjöti og mjólk. Geta komist vel af þrátt fyrir þurrka og það er ekki að ástæðulausu að geitfjárrækt er mikið stunduð til dæmis í Asíu, Afríku og löndum Suður-Ameríku. Þeir sem til þekkja segja að um 70% alls kjöts og mjólkur sem neytt er í heiminum komi af geitum. Geitamjólkin hefur líka aðra samsetningu en kúamjólk, þannig að til dæmis fólk sem er með mjólkuróþol getur yfirleitt drukkið hana án óþæginda,“ segir Jóhanna. Hún tekur á ári hverju á móti um 5.000 gestum sem koma í Geitfjársetrið að Háafelli, að stærstum hluta Íslendingar, til að sjá hafra, huðnur og kiðlinga – og bragða á afurðum.  


sbs@mbl.is


Skýrsla BFB

Skýrsla BFB á hvernig núverandi verðlagningu á heimteknum sauðfjárafurðum er háttað hjá afurðastöðvunum.
Skýrslan á PDF formi

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.13 2009 - Stefna ehf