Fara í efni

Reglur um notkun á félagsmerki

  1. Félagsmerki Beint frá býli er skráð einkennistákn félagsins.
  2. Öðrum en stjórn og starfsfólki samtakanna, auk félagsmanna BFB, er óheimilt að nota merkið (sjá þó lið 6).
  3. Merkið er ætlað til notkunar á kynningarefni félagsins, s.s. bréfsefni, umslög, fána, skilti, á sýningum, boli, og fl.
  4. Óheimilt er að nota félagsmerkið á umbúðir á vörur félagsmanna, nema samhliða gæðamerki félagsins.
  5. Félagsmenn mega nota merkið á kynningarefni sem þeir gefa út og ætlað er til þess að kynna starfsemi einstakra félagsmanna og þær vörur sem þeir framleiða og falla undir þá skilgreiningu að vera beint frá býli skv. reglum félagsins. Einnig geta þeir notað merkið á boli, plaköt, fána o.fl. sem félagsmenn hyggjast sjálfir nota til kynningar.
  6. Þriðja aðila, s.s. verslun og þjónustuaðila, sem selur eða kynnir vörur fyrir félagsmann í BFB, er óheimilt að nota merkið hvort sem um er að ræða beina verslun með hefðbundnum hætti eða vefverslun, nema í samráði við stjórn BFB og með samþykki hennar.
  7. Óheimilt er að breyta innri hlutföllum í merkinu og letri. Það er mögulegt að skipta græna litnum út fyrir annan ef það á betur við, en slík breyting þarf að fara fram í gegnum grafískan hönnuð merkisins og ber viðkomandi félagsmaður kostnað af þeirri breytingu.
  8. Misnotkun á merki félagsins getur varðað við lög. Stjórn BFB áskilur sér allan rétt til aðgerða ef um misnotkun merkisins er að ræða.
  9. Ef félagsmaður hyggst nota merkið, en er óviss um hvort rétt sé farið með notkun þess, getur hann leitað til verkefnastjóra eða til stjórnar BFB um frekari upplýsingar.

Samþykkt á stjórnarfundi BFB 24. september 2009