Beint frá Býli | Félag heimavinnsluaðila

Beint frá býli, félag heimavinnsluaðila - vinnsla og sala á heimaunnum afurðum á íslenskum sveitabæjum

Staður

Reykskemman á Stað á Reykjanesi í Reykhólasveit hefur um árabil haft á boðstólum heimareykt hangikjöt við mjög góðar viðtökur. Þetta eru afurðir í tengslum við samtökin Beint frá býli og Veisla að vestan.
 
Á Stað er félagsbú þar sem Eiríkur og Fríða hafa stundað búskap frá 1975. Þau voru í félagsbúi með foreldrum Eiríks fram til 1982 en tóku þá alveg við búinu. Árið 2002 komu dóttirin Rebekka og tengdasonurinn Kristján inn í búskapinn.

Mikið er lagt í að vanda til verka í hverju og einu sem gert er á bænum. Ásýnd staðarins er gott vitni um það.

________________________________________


Í hangikjötinu er í boði lambakjöt, veturgamalt og sauðakjöt (sauður er hrútur sem hefur verið geltur og alinn og orðinn veturgamall).

Auk þess sem hér er talið eru til sölu bæði æðardúnn og æðardúnsængur.

 
Verðskráin er miðuð við kg nema bjúgun (neðst).
Viðtakandi greiðir sendingarkostnað ef ekki fellur ferð,
en reynt er eftir fremsta megni að koma vörunni til kaupandans honum að kostnaðarlausu.

          Hangilæri (lamb) – kr. 3.341
          Hangilæri (sauður) –
kr. 3.341
          Hangilæri, rúlla (lamb) – kr. 3.577
          Tvíreykt lambslæri – kr. 3.727
          Tvíreykt sauðarlæri – kr. 3.727
          Léttreyktur lambshryggur – kr. 3.279
          Hangiframpartur í bitum (lamb) – kr. 2.370
          Hangiframpartur í bitum (sauður) – kr. 2.370
          Hangiframpartur, rúlla (lamb) – kr. 3.105
          Hangiframpartur, rúlla (sauður) – kr. 3.105
          Reykt rúllupylsa – kr. 3.621
          Léttreykt bjúgu, 4 stk. – kr. 1.158

Pantanir í netfanginu stadur@simnet.is og símum 893 1389 og 434 7730. Opið allt árið.


Heimilisfólkið á Stað
Sigfríður Magnúsdóttir, Eiríkur Snæbjörnsson, Rebekka Eiríksdóttir, Kristján Þór Ebenezersson,
Védís Fríða Kristjánsdóttir og Aníta Hanna Kristjánsdóttir.




Býlið



Vörur í boði, sent eða sótt
Hangikjöt, æðardúnn og æðardúnsængur. Af hangikjötinu er í boði lambakjöt, veturgamalt og sauðakjöt.

Pantanir
893 1389
stadur@simnet.is
Merki fyrirtækis
Vesturland
Auglýsing

Svæði

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.13 2009 - Stefna ehf