Flýtilyklar
Beint frá býli
Beint frá býli, félag heimavinnsluaðila er félag bænda sem stunda eða hyggjast stunda sölu afurða beint frá býli bóndans á Íslandi.
Tilgangur hins nýja félags er að hvetja til heimavinnslu og sölu beint frá bændum. Einnig að vinna að hagsmunum þeirra bænda sem stunda eða hyggjast stunda hverskonar framleiðslu og sölu á heimaunnum afurðum.
Meginmarkmið félagsins er að tryggja neytendum gæðavörur þar sem öryggi og rekjanleiki vöru er í fyrirrúmi. Félagið skal einnig hvetja til varðveislu hefðbundinna framleiðsluaðferða og kynningar á svæðisbundnum hráefnum og hefðum í matargerð.
Félagið var stofnað þann 29. febrúar 2008.
Stjórn félagsins frá aðalfundi 16. Apríl 2016:
Aðalstjórn:
Þorgrímur Guðbjartsson, Erpsstöðum formaður, erpur@simnet.is
Hanna S. Kjartansdóttir, Leirulæk, gjaldkeri, gjaldkeri@beintfrabyli.is
Sigrún H Indriðadóttirr, Stórhóli, ritari, runalist@runalist.is gsm: 823 2441
Varastjórn:
Hafdís Sturlaugsdóttir,
Húsavík
Sölvi Arnarsson, Efstadal
Anna S. Sævarsdóttir Miðskeri
Til að hafa samband: Vinsamlega hafið samband við formann eða ritara félagsins. Einnig má senda fyrirspurn á beint@beintfrabyli.is
Hægt er að senda umsóknir inn í félagið, almennar fyrirspurnir og erindi á beint@beintfrabyli.is
Eins og segir hér að ofan var félagið stofnað 29.febrúar 2008 en nokkur aðdragandi var búinn að vera að stofnun félagsins en landbúnaðarráðherra skipaði árið 2004 nefnd til að skoða þessa möguleika bænda og í framhaldi af því starfaði vinnuhópur frá vordögum 2005 til 2007. Stýrihópur skipaður af Bændasamtökunum og Félagi ferðaþjónustubænda undirbjó svo stofnun félagsins á haustdögum 2007.
Þeir aðilar sem hafa komið að verkefnum Beint frá býli fram að þessu eru Bændasamtök Íslands, Ferðaþjónusta bænda, Lifandi landbúnaður, IMPRA nýsköpunarmiðstöð, LandbúnaðarháskóliÍslands, Hólaskóli, Háskólinn á Hólum, Matís og ásamt nokkur búnaðarsamtök og bændur.
Kennitala félagsins er 510408-1440Heimili félagsins: Holtsel í Eyjafjarðarsveit , 601 Akureyri
Vefumsjón:Guðmundur Jón Guðmundsson, holtsel@holtsel.is
Um samtökin Beint frá býli og heimavinnslu matvæla
Árni Snæbjörnsson
Félagið Beint frá býli
...Í mörgum löndum hefur umtalsverð þróun átt sér stað við að bjóða upp á vörur og
þjónustu beint frá frumframleiðanda, m.a. matvæli. Starf þetta tengist mjög vaxandi ferðaþjónustu og kröfum neytanda um aukið
vöruval og fjölbreyttari og öðruvísi þjónustu.
...Víða hafa verið stofnuð samtök á þessu sviði. Hér á landi hafa þau hlotið nafnið “Beint
frá býli”. Samtökin voru svo stofnuð í febrúar árið 2008. Félagsmenn eru 60 og samtökin nota skammstöfunina BFB. Tilgangur
félagsins er m.a:
- Að hvetja til heimavinnslu og sölu, ásamt því að vinna að hagsmunum bænda sem stunda eða hyggjast stunda hvers konar framleiðslu og sölu á heimaunnum afurðum.
- Að tryggja neytendum gæðavörur þar sem öryggi og rekjanleiki er í fyrirrúmi.
- Að hvetja til varðveislu margvíslegra framleiðsluaðferða og kynningar á svæðisbundnum hráefnum og hefðum í matargerð.
...Rétt til aðildar að BFB hafa þeir einstaklingar og lögaðilar sem stunda eða hyggjast stunda framleiðslu og sölu á
heimaunnum afurðum á lögbýlum.
...Til þess að ná markmiðum sínum, efla tengsl félagsmanna og nálgast hinn almenna neytanda, þá heldur
félagið úti heimasíðu og mun gefa út kynningarbækling með upplýsingum um þá félagsmenn sem vilja kynna vörur sínar
og þjónustu. Jafnfram munu félagsmenn eiga þess kost að starfa undir sérstöku gæðamerki samtakanna.
Grundvallarhugmyndin með framleiðslu og sölu beint frá býli byggir m.a. á eftirfarandi:
- Að nýta fornar, nýjar og staðbundnar aðferðir, ásamt þekkingu og sögulegum hefðum.
- Að varðveita menningararfinn og kynna hann nýjum kynslóðum.
- Að auka gagnkvæman skilning framleiðanda og neytanda og færa þá nær hver öðrum.
- Að skila andvirði vöru og þjónustu í auknum mæli til frumframleiðanda.
- Þá byggir hugmyndin beinlínis á því að styrkja byggð og efla atvinnu í hinum dreifðu byggðum.
...Í öðrum löndum sýnir reynslan að vörur og þjónusta, sem framleiddar eru í anda hugtaksins BFB, verða
aðeins framleiddar eða boðið upp á í smáum stíl – ekki fjöldaframleidd – og eru því fyrst og fremst viðbót við
það sem fyrir er og auka fjölbreytni, en keppa lítt eða ekki við hefðbundna framleiðslu eða þjónustu.
...Þá gefur framleiðsla og sala beint frá býli möguleika á að framleiða og þróa vörur úr
villtri náttúru okkar, vörur sem erfitt getur verið að framleiða og koma á markað víðs fjarri framleiðanda. Þetta geta verið
vörur af fjölbreyttum uppruna.
...Reynsla í öðrum löndum sýnir að meirihluti þess sem framleitt er á býlum er selt á heimamarkaði, og
einkum til ferðamanna.
...Samtökin leggja höfuðáherslu á að öll framleiðsla og þjónusta sé í samræmi við gildandi
reglur og að vöruvöndun og öryggi sé í fyrirrúmi.
Hvað vinnst með vöruþróun og sölu beint frá býli?
Þeir, sem vinna og selja matvæli og aðrar vörur beint frá býli, miða ávinning sinn við það að söluhagnaður/álagning
lendi hjá framleiðanda. Algengt er að vara, sem verður til á býli, seljist eftir vinnslu, pökkun og aðra meðhöndlun, á allt að
tíföldu því verði sem bóndinn fékk fyrir hverja óunna einingu. Þótt alltaf verði að hafa í huga að kostnaður
við vinnslu, sölu og vöruþróun er talsverður, þá skapar framleiðslan vinnu á býlinu og virðisaukinn lendir hjá
framleiðandanum/bóndanum. Þá tekst mörgum að selja heimaunna gæðavöru á verði sem er með því hæsta sem gerist fyrir
sambærilega vöru í verslunum, vegna þess að kaupandinn fær vöru sem sérmerkt er tilteknum framleiðanda og oft með sérkennum sem margir
vilja greiða fyrir.
Heimavinnsla er mjög fjölbreytt
...Heimavinnsla á matvælum er mjög fjölbreytt. Þar er notað hið ólíkasta hráefni og vinnsluaðferðir eru
breytilegar. Við vöruþróun og vinnslu er oft byggt á staðbundnum og/ eða eldri aðferðum, sem þróast hafa á hverjum stað og taka
þá mið af menningar- og sögulegum hefðum. Breytileikinn við hráefnisval, sagan og þróunin á bak við heimavinnslu, gerir vörur beint
frá býli sérstakar og eftirsóknarverðar. Auk þess er oft verið að framleiða vöru sem alls ekki er fáanleg í
fjöldaframleiðslu eða er gjörólík slíkri vöru.
Sem dæmi um matvörur eða hráefni í heimavinnslu má nefna eftirfarandi:
Mjólkurvörur | Villibráð, fugl, hákarl ofl | Grænmeti, krydd, ber |
Ostar (harðir,mjúkir, mysuostar) | Fiskmeti | Grænmeti, hrátt, soðið, kælt, fryst |
Jógúrt, skyr, ís | Fiskur, vatnafiskur.... | Grænmetisréttir |
Broddmjólk | Reyktur fiskur | Kryddjurtir, kryddblöndur |
Kryddsósur | Hertur fiskur | Hvönn, fjallagrös, söl, o.fl. |
Kjötvörur | Siginn fiskur | Rabarbari |
Kjöt, grófhlutað, úrbeinað... | Grafinn fiskur | Sultur, hlaup |
Bjúgu, pylsur, kæfa | Brauð, korn og kornvörur | Jurtate |
Reykt kjöt | Brauð, bakað, seytt, steikt | Öl o.fl. |
Þurrverkað kjöt | Kökur, smákökur, lagkökur | Safar, saftir |
Slátur | Korn, heilt, malað | Egg |
Hvaða reglur gilda um heimavinnslu matvæla?
...Við alla heimaframleiðslu er mikilvægt að fylgja gildandi reglum. Oft er því haldið fram að reglur hérlendis séu
strangari heldur en víða erlendis. Í öllum meginatriðum er það ekki. Að vísu eru ákvæði í matvælalögjöf
Evrópusambandsins sem taka visst tillit til sérstöðu heimaframleiðslu á býlum og geta aðildarlöndin þá sett sérstakar reglur um
slíkt.
Núgildandi reglur eru í örstuttu máli eftirfarandi:
- Villibráð, þ.e. dýr og fiskur, ásamt jurtum, berjum, grænmeti, ávöxtum og eggjum, má nýta og selja beint til neytanda ef ekki á sér stað nein úrvinnsla.
- Kjöt af búpeningi verður að vera af gripum sem hefur verið slátrað í viðurkenndu sláturhúsi og heilbrigðisskoðað.
- Heimaslátrun er aðeins leyfð til eigin nota á býlinu, ekki til sölu.
- Öll vinnsla á vöru þarf að vera í viðurkenndri aðstöðu sem tekin er út af heilbrigðiseftirliti.
- Ekki er heimilt að nota heimiliseldhús til framleiðslu á vörum til sölu, heldur þarf sér afmarkað eldhús eða aðstöðu sem samþykkt er af heilbrigðiseftirliti.
- Óheimilt er að selja ógerilsneidda mjólk, nema broddmjólk að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.
- Ekki má framleiða vörur til sölu úr ógerilsneiddri mjólk.
Ýmsir möguleikar?
...Þótt mörgum vaxi í augum að koma upp aðstöðu sem uppfyllir allar kröfur, þá má benda á að
víða er til húsnæði sem vel getur hentað til vinnslu og meðferð matvæla með lágmarks breytingum að gildandi reglum. Áður en
í slíkt er ráðist skal ávallt gera það í samráði við heilbrigðiseftirlit á hverjum stað, ásamt
áætlun um kostnað. Þá hefur verið bent á að víða er til aðstaða sem e.t.v. má samnýta af nágrönnum, en
þar má nefna samþykkta aðstöðu í félagsheimilum, skólum eða á stöðum sem stunda ferðaþjónustu.
...Þótt auðvelt sé fyrir heimavinnsluaðila að taka kjöt til vinnslu úr sláturhúsum, þá hefur
talsverð umræða átt sér stað um sk. færanleg eða minni sláturhús. Minna má að heimilt er að koma upp sláturhúsi,
ef það uppfyllir gildandi reglur á öllu sviðum. Í mörgum löndum, þar sem flutningur til slátrunar er um langan veg, eru starfandi minni eða
færanleg sláturhús, en slíkt er kostnaðarsamt. Samkvæmt lauslegri könnun, sem gerð var hér á landi fyrir tveimur árum, við
að breyta gömlu atvinnuhúsnæði (hús í góðu ástandi) í sláturhús, þar sem slátrað væri 4.000
fjár á hausti, þá reyndist áætlaður kostnaður vegna alls sem tengist breytingum á húsi, flutningi, slátrun og frágangi,
vera um 1.700 kr./kind án vinnulauna við slátrum og án kostnaðar við markaðssetningu. Miðað var við að afskrifa fjárfestingu byggingar
á 20 árum.
...Þá hefur víða átt sér stað veruleg þróun varðandi sk. færanleg lítil sláturhús,
t.d. í Bandaríkjunum. Samkvæmt upplýsingum frá einum framleiðanda, þá kostar færanleg samstæða þar með öllum
búnaði (eftir stærð) frá $ 170.000. Við slátrun í færanlegu sláturhúsi af minnstu gerð ($ 170.000) vinna tveir
sérhæfðir starfsmenn og afköstin eru allt að 40 kindur á dag. Verktaki sem rekur umrætt sláturhús tekur $ 37 á hvert lamb sem
slátrað er. Því er augljóst að kostnaður á grip er umtalsverður. Ekki hefur verið lagt mat á það hvað slík
samstæða mundi kosta hingað komin, auk þess sem gildandi sjúkdómavarnir mundu setja möguleikum á notkun ákveðnar skorður.
...Hér á landi hefur þróunin verið sú að sláturhúsum fækkar og þau stækka. Hvort á
þessu verður einhver breyting á næstu árum verður framtíðin að leiða í ljós.
Að lokum
...Þótt um það megi deila hvort reglur um meðferð og vinnslu matvæla séu strangar, þá má ekki gleyma
því að mikið er í húfi.
...Ljóst er að við búum við gjörbreyttar aðstæður til allrar heimavinnslu miðað við það sem
áður var. Það ætti að gefa aukin sóknarfæri til fjölbreyttari og meiri heimavinnslu. Því er þeirri spurningu oft varpað fram
hvort aðlaga megi einhver atriði í núgildandi reglum að nýjum aðstæðum og auðvelda þar með heimavinnslu? Það er verkefni sem
vinna þarf að í fullu samráði allra aðila með öryggi og gæði framleiðslunnar að leiðarljósi.
Heimavinnsluaðilar eru hvattir til þess að vanda til verka og fylgja settum reglum á hverjum tíma. Öryggi og eftirlit skapa traust þeirra sem kaupa
vöruna.
