Beint frß Břli | FÚlag heimavinnslua­ila

Beint frá býli, félag heimavinnsluaðila - vinnsla og sala á heimaunnum afurðum á íslenskum sveitabæjum

Ormssta­ir

Ormsstaðir er fjölskyldurekið svínabú sem hefur starfað sem svínabú frá 1981. Tómas Brandsson og Karen Jónsdóttir breyttu þá kúabúi í svínabú. Dóttir þeirra Guðný Tómasdóttir og tengdasonur Jón Þorkell Jóhannsson hafa nú tekið yfir rekstur búsins. Ormsstaðir hóf að selja beint frá býli 2008. Hægt er að koma heim á hlað og versla þar ef hringt er á undan sér en annars fer sala mest fram í  netverslun.

Sláturfélag Suðurlands slátrar svínunum og kjötvinnslan Krás á Selfossi vinnur kjötið eftir óskum viðskiptarvinarins. Ormsstaðir nýta umframbakstur frá bakaríum til að fóðra svínin auk nauðsynlegra bætiefna. Allar gyltur á búinu eru í lausagöngu og á sumrin erum við með svín úti þannig að fólk geti komið og fengið að sjá svín. Við klippum ekki hala og velferð dýranna skiptir okkur miklu máli. Allar upplýsingar um búið og hvernig eigi að panta er á heimasíðu okkar www.ormsstadir.is
Břli­
Gu­nř Tˇmasdˇttir
Ormssta­ir, 801 Selfoss
SÝmi: 894 0932
ormsstadir@ormsstadir.is
http://www.ormsstadir.is

SvŠ­i

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.13 2009 - Stefna ehf