Flýtilyklar
Leirulækur
Við hjá Mýranauti seljum aðeins fyrsta flokks ungnautakjöt.
Gripunum er slátrað í viðurkenndu sláturhúsi sem sér um að úrbeina og sérpakka kjötinu í neytendaumbúðir að óskum viðskiptavina.
Lágmarkspöntun er 1/8 úr skrokk sem er á bilinu 20 - 25 kg af kjöti. Sama innihald er í 1/8 og 1/4 nema lundin fylgir ekki með. Verð á 1/8 er 2400.-kr/kg.
Í ¼ af skrokk er á bilinu 40–50 kg af kjöti sem skiptis í steikur,gúllas, hakkað kjöt og snitsel ef vill. Í hverjum pakka eru eftirfarandi steikur sem allar eru merktar með nafni og þyngd: entrecote, sirloinsteik, lund, ribeye, innralæri, flatsteik og klumpur. Viðskiptavinir okkar ákveða sjálfir það magn af hakki og gúllasi sem fer í hverja pakkningu. Algengasta magn í hverja pakkningu er 500 gr en það fer að sjálfsögðu eftir fjölskyldustærð. Verð 2250.-kr/kg. Hægt er að fá hamborgara gegn vægu aukagjaldi. Hamborgararnir eru 115 gr að þyngd og er pakkað 5 saman í pakka.
Einnig er hægt að kaupa heila eða hálfa skrokka með beini.
Lambakjöt seljum við á haustinn í sláturtíðinni. Við erum byrjuð að taka á móti pöntunum. Kílóverðið er 1200.-kr, sagað að óskum viðskiptavina.
Býlið
Guðrún Sigurðardóttir og Sigurbjörn J. GarðarssonMýranaut ehf, 311 Borgarnes
Sími: 868-7204
myranaut@myranaut.is
http://www.myranaut.is
Vörur í boði, sent eða sótt
Ungnautakjöt allt árið, lambakjöt í sláturtíðPantanir
8687204myranaut@myranaut.is

Vesturland
