Beint frß Břli | FÚlag heimavinnslua­ila

Beint frá býli, félag heimavinnsluaðila - vinnsla og sala á heimaunnum afurðum á íslenskum sveitabæjum

Langholtskot

Kjöt frá koti

Nautakjöt  frá Langholtskoti í Hrunamannahreppi.

 Á bænum Langholtskoti eru ræktaðir nautgripir sem eru  holdagripir af Galloway og Aberdeen Angus kyni og einnig naut af íslensku kúakyni. Holdakýrnar bera á vorin og ganga kálfarnir undir mæðrum sínum í ca. sjö mánuði sem er mjög mikilvægt tímabil fyrir vöxt kálfsins og gæði kjötsins. Eftir þetta tímabil eru kálfarnir teknir í hús.

 


Allir nautgripir á bænum fá eingöngu hey og kjarnfóður, engin eiturefni eða lyf eru notuð.  
Gripunum er slátrað hjá Sláturfélagi Suðurlands þegar þeir eru ca.20-24 mánaða gamlir.
Kjötið er úrbeinað í kjötvinnslunni í Langholtskoti sem hefur starfsleyfi frá heilbrigðiseftirliti Suðurlands.
Við látum kjötið meyrna við bestu skilyrði. Hægt er að kaupa Hakk, gúllas, hamborgara og steikur við öll tækifæri  1/4 úr skrokk eða 20 kg heimilispakkningar. Allir vöðvar eru snyrtir og sinuhreinsaði og kjötinu er pakkað í lofttæmdar umbúðir, hver vöðvi er merktur með þyngd og dagsetningu. Kjötið er afgreitt frosið.
 

  Öll verð og nánari upplýsingar eru á heimasíðu okkar www.kjotfrakoti.is

 Verið velkomin að senda inn fyrirspurnir á lkot@simnet.is

Kveðja bændurnir Langholtskoti
Břli­
ValdÝs Magn˙sdˇttir og Unnsteinn Hermannsson
Langholtskoti, 845 Fl˙­um
SÝmi: 894-4933
lkot@simnet.is
http://www.kjotfrakoti.is/

V÷rur Ý bo­i, sent e­a sˇtt
Nautakj÷t

Pantanir
894-4933
lkot@simnet.is
Merki fyrirtŠkis
Su­urland
Auglřsing

SvŠ­i

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.13 2009 - Stefna ehf