Beint frß Břli | FÚlag heimavinnslua­ila

Beint frá býli, félag heimavinnsluaðila - vinnsla og sala á heimaunnum afurðum á íslenskum sveitabæjum

Gar­ur

Garður Eyjafjarðarsveit 10 km sunnan Akureyrar.
Garður er byggt sem nýbýli af Hallgrími Aðalsteinssyni árið 1955. Árið 1980 taka synir hans þeir Aðalsteinn og Garðar Hallgrímsynir og fjölskyldur þeirra við búinu. Búreksturinn hefur tekið miklum stakkaskiptum og í dag eru um 100 mjólkurkýr og um 220 geldneyti.
Mjólkurframleiðslan fer fram í lausgöngufjósi byggðu árið 2007 það er 2100 fm að stærð búið mikilli tækni. Ásamt því að búið hafi stækkað hefur önnur starfsemi orðið til á búinu því samhliða búrekstri er rekin verktakastarfsemi, kaffihús, og kjötvinnsla.
Verktakastarfsemin er rekinn undir merkjum GK verktaka þar er landbúnaður okkar sérgrein. Heyskapur, skítkeyrsla, jarðvinnsla, jarðvegsframkvæmdir og margt fleira er meðal þeirra verkefna sem við sinnum fyrir aðra bændur hér í sveit og víðar.
Um leið og fjósið reis vakti það mikla athygli bæði fyrir að vera stærsta fjósbygging landsins og sú tæknivæddasta. Margt fólk lagði leið sína að bænum og vildi skoða á þeim grunni var ákveðið að nýta húsakostinn og innrétta aðstöðu fyrir kaffihús/bar á fjósloftinu og til varð Kaffi kú.
Einar Örn sonur Aðalsteins sér um rekstur kaffihúsins og var það opnað almenningi september 2011. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa og fyrsta árið kom mjög vel út. Kaffihúsið er sérstakt að því leyti að á svölum kaffihúsins situr gesturinn í raun inní fjósinu og horfir gegnum gler á allt það sem fram fer.  
Bændur í Garði eru bæði menntaðir sem búfræðingar og búa einnig yfir áratuga reynslu í að ala nautgripi. Allt frá því að þeir bræður tóku við búi hafa allir nautkálfar verið settir á og á síðasta ári var slátrað um 60 nautum.
Öll okkar naut eru af íslenska nautgripastofninum þau eru alin á heimaöfluðu gróffóðri ásamt frjálsum aðgangi að maski sem er korn sem Vífilfell á Akureyri notar við bruggun á öllu sínum bjór. Maskið er gífurlega prótein og fituríkt og hefur skilað því að nautin hafa verið að flokkast stöðugra í besta flokk ásamt því að vera þyngri.
Nautunum er slátrað við tveggja ára aldur á viðurkenndu sláturhúsi síðan er skrokkurinn fluttur heim að Garði og hann úrbeinaður af faglærðum kjötiðnaðarmanni í kjötvinnslu heim á bænum. Eftir langa fæðingu hefur kjötvinnslan verið tekinn í notkun með öll tilskylinn leyfi varan okkar er því sem næst sannarlega beint af býlinu.
Ásamt því að bjóða uppá stærri innkaup af kjöti eða ¼ , hálfan eða heilan skrokk bjóðum við líka uppá smærri innkaup eða 10kg pakka mismunandi að samsetningu. Engin íblöndunarefni eru í kjötinu okkar sem valda falskri þyngdaraukningu og rýrnun við eldun.
Þessa pakka og fleira má skoða á heimasíðu okkar www.nautakjot.is þar er hægt að panta eða senda fyrirspurn. Með þessari vefverslun vilja bændur að Garði Eyjafjarðarsveit gera neytendum það kleift að versla milliliðalaust úrvalsnautakjöt sem er meðhöndlað af fagmönnum alla leið.
Sendum kjötið frosið hvert á land sem er án kostnaðar fyrir kaupanda ásamt því að bjóða uppá heimsendingu á Akureyri.
Nautakjöt er til sölu allt árið. Kaffihúsið er opið á veturnar á Laugardögum frá kl 14-01 og Sunnudögum kl 14-18. Þess utan er opið gegn pöntunum.
Frá 15 júní er opið alla daga frá kl 13.
Ábúendur Aðalsteinn Hallgrímsson, Ásdís Einarsdóttir, Garðar Hallgrímsson, Þórunn Inga Gunnarsdóttir.
Einar Örn Aðalsteinsson er í forsvari fyrir nautakjöt og kaffihús. Sími 8673826
www.nautakjot.is
www.kaffiku.is


OpnunartÝmi:
Nautakj÷t er tilb˙i­ til s÷lu allt ßri­. Teki­ ß mˇti hˇpum allt ßri­ panta ■arf tÝma Ý gegnum netfang naut@nautakjot.is e­a hafa samband Ý 8673826

Břli­
A­alsteinn HallgrÝmsson, Gar­ar HallgrÝmsson
Gar­ur, 601 Akureyri
SÝmi: 8673826
naut@nautakjot.is
http://www.nautakjot.is

SvŠ­i

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.13 2009 - Stefna ehf