Beint frá Býli | Félag heimavinnsluaðila

Beint frá býli, félag heimavinnsluaðila - vinnsla og sala á heimaunnum afurðum á íslenskum sveitabæjum

Engi

Lífrænt vottað garðyrkjubýli

 

Á garðyrkjustöðinni Engi eru seldar lífrænt ræktaðar kryddjurtir, grænmeti og ber  úr eigin ræktun.  Einnig  berjaplöntur, heimagerðar sultur, þurrkað krydd og  persónulegt handverk. Algengar trjáplöntur eins og birki, greni, ösp o.fl.  Við leggjum áherslu á góða þjónustu við gesti okkar og gefum ráð varðandi ræktun og meðhöndlun afurðanna okkar. Boðið er upp á jurtate.

Gestir geta gengið um 1000 fermetra völundarhús í garðinum úr klipptu limgerði og  skoðað krydd- og ilm- og lækningajurtagarð ásamt því að fylgjast með  garðyrkjustörfum á bænum.  Völundarhúsið er opið á sama tíma og markaðurinn, aðgangseyrir kr. 500-.


Nýr Berfótagarður.   Á staðnum er skemmtileg  leikaðstaða fyrir börn og hægt er að skoða sig um, borða nesti o.fl. 


Landnámshænur ganga lausar öllum til ánægju.  Á staðnum er einföld snyrting.


Skammt er í fjölbreytta ferðaþjónustu og afþreyingu, t.d. dýragarðinn Slakka,  hestaleigu, sundlaug, gistingu og veitingar.  Stutt er í Skálholt, Geysi, Gullfoss, Laugarvatn og Þingvelli.


Opnunartími sumarið 2017: 2. júní til 7. ágúst, kl. 12.00 til 18.00, föstudaga, laugardaga og sunnudaga.


Facebook: lífrænn markaður á Engi



Opnunartími:
2017: Markaðurinn er opinn frá 2.júní til 7.ágúst, kl. 12.00 til 18.00, föstudaga, laugardaga og sunnudaga. Aðra daga er lokað.

Býlið
Sigrún Reynisdóttir og Ingólfur Guðnason
ENGI Laugarási, Bláskógabyggð, 801 Selfossi.
Sími: 4868913
engi@engi.is
http://www.engi.is

Vörur í boði, sent eða sótt
Kryddjurtir, grænmeti, ávextir. Selt á staðnum.

Pantanir
4868913
engi@engi.is
Merki fyrirtækis
Suðurland
Auglýsing

Svæði

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.13 2009 - Stefna ehf