Beint frß Břli | FÚlag heimavinnslua­ila

Beint frá býli, félag heimavinnsluaðila - vinnsla og sala á heimaunnum afurðum á íslenskum sveitabæjum

Efstidalur II


Eigendur Efstadals II eru hjónin Björg Ingvarsdóttir og Snæbjörn Sigurðsson. Snæbjörn er fæddur og uppalinn í Efstadal en Björg kemur frá Njarðvík. Sama ættin hefur búið í Efstadal síðan um 1850. Aðal búskapurinn í dag er kúabúskapur , ferðaþjónusta og hrossarækt . Ferðaþjónustan byrjaði árið 1992 með hestaleigu, árið 2003 byrjuðum við að leigja út 4 herbergi á neðri hæð íbúðarhússins okkar. Árið 2006 byggðum við bjálkahús með 10 rúmgóðum herbergjum. Árið 2008 fluttum við í nýtt íbúðarhús fyrir fjölskylduna og gamla íbúðarhúsið hefur nú fengið nýtt hlutverk sem veitingastaður, móttaka gesta og svefnaðstaða.

Fjölskyldan hefur stækkað ört undanfarin ár, en samtals eigum við fimm uppkomin börn og sex barnabörn. Við erum svo lánsöm að sonur okkar ,Sölvi og kona hans Día, eru byrjuð með okkur í rekstrinum.

Við vonum að þú/þið njótið dvalarinn hér í sveitinni okkar . Oft er mikið að gera hjá okkur yfir háannatímann, ýmist við bústörfin eða ferðaþjónustuna, en verið ekki hrædd við að gefa ykkur á tal við okkur, því það er jú það sem við elskum við þetta starf, að hitta nýtt fólk og spjalla. Við vonum að starfsfólk okkar sé liðlegt og aðstoði ykkur eftir bestu getu og hikið ekki við að tala við okkur.

Kveðja fjölskyldan Efstadal II

Břli­
Bj÷rg Ingvarsdˇttir og SnŠbj÷rn Sigur­sson
801 Selfoss
SÝmi: 862-1626
efstadal@efstadal.is
http://www.efstidalur.is

V÷rur Ý bo­i, sent e­a sˇtt
Skyr, Ýs, hakk, g˙llas, fetaostur, mysa, smj÷r, s˙rmjˇlk

Pantanir
486-1186
efstadal@efstadal.is
Merki fyrirtŠkis
Su­urland
Auglřsing

SvŠ­i

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.13 2009 - Stefna ehf