Beint frß Břli | FÚlag heimavinnslua­ila

Beint frá býli, félag heimavinnsluaðila - vinnsla og sala á heimaunnum afurðum á íslenskum sveitabæjum

BjarteyjarsandurBjarteyjarsandur
er fjölskyldubú, þar sem stunduð er sauðfjárrækt, ferðaþjónusta og fátt eitt annað.
Ferðaþjónustan er grundvölluð á matvælaframleiðslunni og gestum er boðið í heimsókn í fjárhúsin.
Gönguferðir um nærumhverfið, svo sem eins og í fjöruna eru alltaf vinsælar en einnig er í boði leiðsögn um önnur svæði í Hvalfirði.
Móttaka skólahópa er fastur liður í starfseminni.
Hægt er að gista á Bjarteyjarsandi, hvort heldur sem það er í tjaldi, í sumarhúsi eða heima á bæ.
 
Á Bjarteyjarsandi hefur um árabil verið rekið Gallerý Álfhóll og þar er að finna fjölbreyttan varning framleiddan af heimafólki og hagleiksfólki í nágrenni við bæinn.
Má þar nefna glerlistaverk, skartgripi úr hvalskíðum, húfur, vettlinga og aðrar ullarvörur, skinnvarning, sultur, brauð, fíflahunang og fleira og fleira.
Sjón er sögu ríkari!

Břli­
Arnhei­ur Hj÷rleifsdˇttir og Gu­mundur Sigurjˇnsson
Bjarteyjarsandur, 301 Akranesi
arnheidur@bjarteyjarsandur.is
http://www.bjarteyjarsandur.is

V÷rur Ý bo­i, sent e­a sˇtt
glerlistaverk, skartgripi ˙r hvalskÝ­um, h˙fur, vettlinga og a­rar ullarv÷rur, skinnvarning, sultur, brau­, fÝflahunang

Pantanir
arnheidur@bjarteyjarsandur.is
Merki fyrirtŠkis
Vesturland


SvŠ­i

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.13 2009 - Stefna ehf